Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 23
Fluttist þá að Heinabergi á Skarðsströnd til frænda síns Guðlaugs
Daðasonar, er þar bjó. Það sama vor andaðist faðir hans, er þá
var til sjóróðra undir Jökli, varð bráðkvaddur. Guðjón var til
heimilis á Heinabergi 13 ár, eða til vors 1880. Framan af, 6—-9
fyrstu árin, var hann þar einkum við smalamensku, en er honum
óx þroski tók hann að stunda sjóróðra haust og vor í Bjameyjum á
Breiðafirði, reri og tvo vetur undir Jökli. Þá er hann var 19
vetra kom hann sjer fyrir á unglingaskóla, sem Torfi Bjamas.
stýrði á Hvoh í Saurbæ, og dvaldi þar aðeins tveggja mánaða
tíma við nám á hinum almennustu námsgreinum, skrift og reikn-
ingi, svo og dönsku, og mun þetta fyrsta og síðasta tilsögnin í
þessum greinum, sem hann hefur átt kost á. Haustið eftir fór hann
enn til sjóróðra og lagði nú leið sína vestur að Isafjarðardjúpi;
þar komst hann í kynni við þá Laugabóls-feðga, Jón Halldórsson og
Halldór son hans — nú bónda á Rauðamýri, — sem numið hafði
búfræði í Noregi og stundaði nú jarðyrkjuna af miklu kappi hjá
föður sínum að Laugabóh. Guðjón kom sjer þar fyrir við jarð-
yrkjustörf vorin 1878—1879, svo og við bóklegt búfræðinám kafla
úr þeim vetrum. Þess á milli stundaði hann heyvinnu og sjó-
róðra sem áður, og græddist dálítið fje til þess að afla sjer hinna
helstu jarðyrkjuverkfæra: tveggja plóghesta, aktýgja o. fl., en
var áður með öllu eignalaus. — Hann vildi komast sem lengst í
búfræðisnáminu, og þótt á væru fjárhagslegir örðugleikar, tók hann
sjer ferð á hendur til Danmerkur haustið 1880 og dvaldi þar á
búgarði á Langalandi um veturinn við jarðyrkjunám. Hann var
og um tíma á Jótlandi við vatnsveitingar, en hvarf aftur til ís-
lands um vorið (1881) og rjeðist til jarðyrkju í Strandasýslu um
sumarið, með tilstyrk Halldórs á Rauðamýri. Vorið 1882 tók
Guðjón sjer fyrst heimilisfestu á Ströndum; fluttist þá að Smá-
hömrum með konuefni sitt, Ingibjörgu Magnúsdóttur frá Miðgili
í Langadal í Húnavatnssýslu. Þau giftust 16. jan. 1883 og hófu
búskap vorið eftir á Hvalsá við Steingrímsfjörð; þar bjuggu þau
4 ár, en fluttust að Ljúfustöðum í KoUafirði vorið 1887. Er Guð-
jón jafnan kendur við þaxm bæ, enda bjó hann þar 15 ár, eða
til vors 1902. Öll þau ár gegndi hann hreppstjórastörfum í FeUs-
ur hreppsins 2 síðustu árin. Guðjón fór frá Ljúfustöðum vorið
21