Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 18
beittur og ókveifarlegur á svip, jafnt og hann býður drengilegan
þokka.
Þingreynsla G. G. er mörg og mikil, eins og að líkum lætur
eftir tólfserða þingvistina. Stjómmálaferill hans er og að sjálfsögðu
ekki styttri. En um það ber mönnum saman, að ekki sje ferill sá
býsna krókóttur eða gönugenginn. Hann kom á þing á þeim
árunum, er Benedikt sýslumaður Sveinsson og aðrir nýtir menn
með honum báru uppi stjómarbótarstarfið. Og undir merki þeirra
manna gekk hann í öndverðu.
G.G. hefur jafnan notið mikils trausts í þinginu. Til hans hefur
oft verið vikið sumum mestu og bestu málunum, og hefur þeim
oftast þótt vel niður komið hjá honum. Mætti allmargt nefna, er
vottar þingtraust hans. Honum var um nokkura vetur falið af
þinginu það trúnaðarstarf, að yfirskoða landsreikningana. Þótti
honum fara það sem annað röggsamlega úr hendi. En oflangt yrði
að telja hjer allt það, er undir hann hefur komið þingmálanna.
Svo hefur það margt verið.
Nefna mætti eitt, er sýnir traust það, sem til G.G. hefur verið
borið á hærri stöðum. Hann var einn þeirra manna, sem skipaðir
vom í milliþinganefnd í fátækramálum, þá er vinna skyldi að bót-
um á fátækralöggjöfinni, og til var stofnað með þingsályktun 1901.
Það fór saman, að nefnd þessi var ágætlega mönnuð, og hitt,
að hún skilaði að mörgu leyti vel unnu verki Sveitarstjómarlögin
og fátækralögin, þau er nú lifum vjer undir, em frá henni sprottin
í upphafi.
En ekki er því að gleyma, að það mim að mörgu leyti mega
þakka málfylgi og þrautseigju G. G., að lagasetning þessi (sveitar-
stjómarlögin og fátækralögin) fór hömlulítið út úr þinginu 1905.
G. G. er framfaramaður, og hefur mörgum nýmælum hreyft í
þinginu. Hafa sum þeirra komist fram með góðum skilum, en aft-
ur önnur öðlast óbrotinn kerlingardauða, eins og gengur og gerist.
Mest hefur hann látið til sín taka búnaðarmálalöggjöfina. En ekki
hefur hann heldur sneitt sig hjá atvinnumálunum, öðrnm en
búnaðarmálum, skattamálunum, fjármálunum, kirkjumálum og
klerka og öðm fleira. Hefur hans alloftast verið til góðs getið um
mörg þeirra. En rjett er að láta það sagt, að kunnað hefur hann
16