Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 37
um og lét lítt þokast frá sannfæringu sinni, hann tók mikinn þátt
í umræðum á þingi og þótti oft gusta af honum í ræðustól. Hann
var heimastjórnarmaður og stöðugur í flokki, urðu þó mörg veðra-
brigði í stjórnmálum á síðustu áföngum sjálfstæðisbaráttunnar.
Arið 1919 fluttist Guðjón til Reykjavíkur og keypti smábýlið
Hlíðarenda við Oskjuhlíð, bjó hann þar til æviloka. Hann ræktaði
og bætti býli sitt og hafði þar snoturt kúabú, en búskap hafði hánn
stundað ávallt, nema þau ár sem hann dvaldi á Hólmavík, þar
varð því ekki við komið. Þó hann nú værí seztur að búi í Reykja-
vík hlóðust á hann mörg önnur störf. Hann var skipaður gæzlu-
stjóri Söfunarsjóðs Islands og gjaldkeri þess um mörg ár. Guðjón
lézt 6. marz 1939.
Hér hefur verið stiklað á stóru í frásögn af ævi þessa mæta
manns, en mætti þó nægja til að sýna hvers trausts hann naut frá
því fyrsta hann fór að starfa á opinberum vettvangi. Æskilegt
hefði verið að geta sagt meira frá æsku hans og uppvaxtarárum,
frá baráttunni við fátækt og umkomuleysi til manndóms og
þroska. En hvort tveggja er að til þes brestur kunnugleik og svo
mundi þá þetta greinarkom hafa lengst um skör fram.
Guðjón Guðlaugsson var tvígiftur. Fyrri kona hans var Ingi-
björg Magnúsdóttir frá Miðgili í Langadal. Þau voru barnlaus.
Síðarí kona hans var Jóney Guðmundsdóttir frá Felli í Kolla-
firði. Böm þeirra em Guðmundur skipstjóri á strandferðaskipinu
Esju og Mundhildur Ingibjörg, sem dáin er fyrir nokkmm ámm.
Hennar sonur er Guðjón Hansen tryggingafræðingur.
Báðar vom þesar konur merkar og mikilhæfar og bjuggu hon-
um myndarlegt og gott heimili. Það var svo um þær, sem margar
stéttarsystur þeirra, þær vinna sitt óeigingjama starf í kyrrþey, en
hversu þýðingarmikið það er starfi og þroska þeirra sem vinna á
opinberum vettvangi er sjaldan að verðleikum metið.
Matthías Helgason.
35