Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 63
skellur á aftaka norðan hríð með 12 stiga frosti. Og erum við eftir
það týndir umheiminum í fimm sólarhringa.
Eg var sofandi þegar hríðin skall á en vakna við þau heljar
læti og svo virðist sem allt ætli undir að ganga. Þá höfum við
líklega verið í röstinni. Okkur tekst þó að komast í var utan við
Dýrafjarðarmynnið. Þarna lágum við svo af okkur mesta storm-
inn. En þrátt fyrir það, þótt þama væri nokkurt hlé, tók skipið
sjó á dekk. Ég hygg, að einmitt það hafi bjargað okkur, því að
af þeim sökum varð ísingin minni.
Þótt kreppan á tímabilinu frá 1930 til 1939 þrengdi kosti
margra, mun þó tæpast hafa verið um matarskort að ræða hjá
fólki við Steingrímsfjörð. Flest heimili höfðu nokkrar kindur og
eina kú og svo var soðningin öllum velkomin, ef einhver fór á
sjó. Fjörðurinn var gullkista á þeim árum. En það er allt híægt
að eyðileggja og ég held að bölvuð dragnótin hafi verið mikill
skaðvaldur. Ég man vel eftir því að þótt ágætur afli fengist á
færi í Fagurgaladjúpinu, það er mið innarlega á Steingrímsfirði,
þá varð þar ekki fisks vart, eftir að dragnótabátarnir fóm að
skarka þar.
Ég hef áður getið þess, að ég var nokkrar vertíðir með Hjalta
Steingrímssyni. Seinna keypti ég svo trillubátinn Svila af Einarí
Sigvaldasyni frá Sandnesi. Þann bát höfðu áður átt þeir svilar,
Sigvaldi Guðmundsson, bóndi á Sandnesi og Bjami Jónsson bóndi
á Skarði. Konur þeirra vom dætur Sandneshjónanna, Einars Ein-
arssonar og Sóffíu Torfadóttur. Sigvaldi var kvæntur Guðbjörgu
en Bjami Valgerði. Svili reyndist hin mesta happafleyta. Hann var
ásamt fleiri bátum smíðaður af Jóni Magnússyni í Litlu-Avík. Ég
notaði bátinn mikið til fólksflutninga yfir Steingrímsfjörð. Það kom
oft fyrir á þeim árum, að glaðir unglingar norðan úr Bjamarfirði
eða af Selströndinni fengu mig til að sækja sig yfir fjörðinn að
Sandnesi eða Hellu, og svo flytja sig þangað aftur með dagrenn-
ingu, þegar dansinum var lokið og þeir sneru til síns heima.
Við bræöur kraftamenn? Ojæja — Sæmundur var vel að
61