Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 60
sáum atburðinn frá landi, að allir bátsverjar hefðu drukknað.
Svo var þó ekki, því bátur, sem hætt hafði við lendingu og snúið
inn á Isafjörð, gat bjargað þeim öllum á útleiðinni.
Nokkru ofar á víkinni en slysið varð, lá bátur er Hringur hét
og var frá Laugabóli. Hann hafði áður verið í eigu Þórðar bónda
þar. Þessi bátur slitnaði upp og rak hann að landi í þeirri sömu
vör, sem venja var að lenda. Þar fór hann eina veltu en komst
svo á réttan kjöl og var þá hægt að koma spilkrók í lykkjuna á
stefni hans og draga hann óbrotinn upp á karnb. — Bolvíkingar,
sem ekki voru fullkomlega lausir við trúna á yfirskilvitleg fyrir-
bæri á þessum árum, voru helzt á því, að Þórður bóndi, sem þó
var fyrir nokkru búinn að hafa vistaskipti og ef til vill farinn að
stjóma siglingu um lindir himins, hefði haft hönd í bagga með
þesari ferð Hrings.
Þegar ég var 17 ára fór ég að stunda skósmíðanám hjá Jóni
Jónssyni, sem seinna var í Ljárskógum og dó þar gamail maður.
Hann var þá búsettur í Bolungavík. Námið stundaði ég yfir
veturinn fram að þeim tíma að vorvertíð byrjaði. Þann tíma sem
ég var lærlingur hafði ég ekkert kaup og varð að sjá mér fyrir
fæði og húsnæði sjálfur. Svona voru kjör iðnnema í þá daga.
Tvo vetur fékk ég fæði hjá Jónasi Bergmann og vom skilmálar
þeir, að ég skyldi greiða fyrir það með vorvertíðarhlutnum og
tókst það oftast nær.
Þegar ég var hjá Jóni, kostaði sólning á karlmannsskóm 3
krónur Tímakaupið var þá 25 aurar, svo sama þjónusta er nú
tiltölulega ódýrari.
Fljótlega eftir að ég lærði og lauk mínu sveinsprófi setti ég
upp vinnustofu á Hólmavík og hafði hana eftir það meðan ég
var þar búsettur. Iðn þessa stundaði ég einkum yfir veturinn, því
afraksturinn var ekki nægilega mikill til að svara þörfum heimilis
og var ég oftast við sjóróðra á sumrin. Lengst var ég með Hjalta
Steingrímssyni. Hann var með m.b. Geir, dekkbát 12 smálestir að
stærð. Bátinn átti hann að hálfu á móti Riisverzlun á Hólmavík,
en fyrir henni var verzlunarstjóri Jón Finnsson. Hjalti var ágæt-
58