Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 54

Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 54
sat ekki á Hólmavík heldur hafði þar verzlunarstjóra Friðjón Sigurðsson, sem fyrr mun hafa verið á vegum Jóhanns, við verzl- unarstörf á ísafirði. Ég hygg að Jóhann Þorsteinsson hafi ekki rekið Riisverzlun nema fá ár, en hvenær hætt er að starfrækja hana sem sjálfstætt fyrirtæki er mér ekki kunnugt. Um starfsmenn Riisverzlunar fyrstu árin á Hólmavík, auk verzl- unarstjórans Jóns Finnssonar er mér ókunngt að mestu, þó mun fullvíst, að á þeim árum var Jón Brandsson þar við verzlunarstörf. Hann var þá í skóla, en varð síðar prestur og prófastur á Kolla- fjarðarnesi. Séra Jón útskrifaðist frá Prestaskólanum í Reykjavík vorið 1902, var veitt Tröllatunguprestakall tveimur árum síðar, vorið 1904, og vígður sama ár. Hvort séra Jón hefur eitthvað starfað við Riisverzlun eftir það hann vígðist veit ég ekki, en hugsanlega gæti hann hafa unnið þar öðru hvoru við bókhald og skriftir á viðskiptareikningum manna, því að ekki kvongast hann og fer að búa á Kollafjarðarnesi fyrr en vorið 1908. Mér er heldur ekki fullljóst hvenær yngri bróðir séra Jóns, Tómas Brandsson, hefur ráðizt starfsmaður hjá verzluninni. Heyrt hefi ég sagt, að Tómas hafi verið verzlunarþjónn hjá Riisverzlun í 12 ár sam- fleytt, og líklega eru þá meðtaldir tveir vetur, (1908—09 og 1909—10) sem hann var við nám í Verzlunarskóla ÍSlands. Mig minnir að það væri árið 1918, sem Tómas lét af störfum hjá Riisverzlun, og fór sjálfur að verzla í félagi við verzlun Guðjóns Brynjólfssonar. Ekki mun sú samvinna eða réttara sagt félagsskap- ur hafa staðið nema tiltölulega fá ár, en mjög óljóst er mér í minni hvenær upp úr þeirri félagsverzlun slitnaði. Svo er nefni- lega mál með vexti, að þótt ég á þessum árum ætti heimili mitt í Staðarsveit, þá dvaldi ég þar aðeins endrum og eins allt frá haustinu 1918 til vordaga 1924. En ég vil þó hafa fyrir satt, að eftir samvinnuslitin hafi Tómas farið að verzla í smáum stíl fyrir eigin reikning, og í sínu eigin húsi. Þó að hann hefði lítið um- leikis var það þó nóg til þess, að menn fóru að rifja upp rúmlega tuttugu ára gamlan kviðling úr Aldarspá Guðmundar læknis Schevings, er hann mun hafa kveðið árið 1901 eða 1902. Vísa sú, er fólk höfðaði til hljóðar svo: 52 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.