Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 58

Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 58
Brynjólfur Benjamínsson átti ætt að rekja til Magnúsar Ketils- sonar Dalasýslumanns, enda greinagóður maður vel á sig kominn og fylginn sér. En 49 ára gamall missi hann sjónina og lifði eftir það blindur yfir 20 ár. Hann var bjargálna bóndi og endurbyggði bæ sinn án þess að stofna til neinna skulda af því tilefni. Margrét kona hans átti einn bróður, sem Gísli hét. Hann var sjósóknari mikill og þótti oft tefla djarft, og kölluðu sumir að nærri stappaði gáleysi. Aldrei varð þó skaði að og andaðist Gísli í hárri elli, rúmlega níræður að aldri. „Kleppustaðir eru að mörgu leyti góð búskaparjörð. Fjallendi til sumarbeitar fyrir búfé er víðlent og engi er mikið og grasgefið. Ég hef verið við heyskap nokkuð víða, t. d. suður í Biskupstungum og í Borgarfirði, en hvergi séð önnur jafngóð slægjulönd. Engið er mest í tveimur dölum, sem liggja frá byggðadalnum vestur í heiðina, og heita þeir Norðdalur og Sunndalur. Vetur er þama langur og oftast snjóþungur, búpeningur er því lengi á innigjöf. Um Norðdal lá suninn og með honum var vetrarleiðin vestur yfir Steingrímsfjarðarheiði. Flókatunga er brött heiðarkinn skammt upp frá bænum. Meðan vermenn úr norðurhluta Strandasýslu fóm vestur að Isafjarðardjúpi var þama fjölfarin leið og Kleppustaðir þá í þjóðbraut. Síðan þær ferðir lögðust niður er býlið einangrað og þangað ekki önnur umferð en ef einhver hefur erindum að gegna við búenduma þar. v Á mínum uppvaxtarámm var hvert býli byggt í Staðardal og sums staðar mannmargt. Til dæmis áttu Aratunguhjónin Berg- sveinn Sveinsson og Sigríður Friðriksdóttir fimmtán böm. Að vísu ólust börnin ekki öll upp heima, en þar var þó jafnan fullsetinn bær. Á þeim tíma sat sóknarpresturinn á Stað og rak þar myndarbúskap. Á mínum uppvaxtarámm var þar fyrst séra Hans Jónsson og síðar séra Guðlaugur Guðmundsson. Heimili hans var aldrei auðugt af fé en því ríkara af glaðværð og góðum hug. Þó dró þar dökkan skugga yfir er þrjár dætur hans létust í blóma lífsins. Séra Guðlaugur var skáld gott og hraðkvæður. Hann lét ekki 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.