Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 58
Brynjólfur Benjamínsson átti ætt að rekja til Magnúsar Ketils-
sonar Dalasýslumanns, enda greinagóður maður vel á sig kominn
og fylginn sér. En 49 ára gamall missi hann sjónina og lifði eftir
það blindur yfir 20 ár. Hann var bjargálna bóndi og endurbyggði
bæ sinn án þess að stofna til neinna skulda af því tilefni.
Margrét kona hans átti einn bróður, sem Gísli hét. Hann var
sjósóknari mikill og þótti oft tefla djarft, og kölluðu sumir að
nærri stappaði gáleysi. Aldrei varð þó skaði að og andaðist Gísli
í hárri elli, rúmlega níræður að aldri.
„Kleppustaðir eru að mörgu leyti góð búskaparjörð. Fjallendi
til sumarbeitar fyrir búfé er víðlent og engi er mikið og grasgefið.
Ég hef verið við heyskap nokkuð víða, t. d. suður í Biskupstungum
og í Borgarfirði, en hvergi séð önnur jafngóð slægjulönd. Engið
er mest í tveimur dölum, sem liggja frá byggðadalnum vestur í
heiðina, og heita þeir Norðdalur og Sunndalur. Vetur er þama
langur og oftast snjóþungur, búpeningur er því lengi á innigjöf.
Um Norðdal lá suninn og með honum var vetrarleiðin vestur
yfir Steingrímsfjarðarheiði. Flókatunga er brött heiðarkinn skammt
upp frá bænum.
Meðan vermenn úr norðurhluta Strandasýslu fóm vestur að
Isafjarðardjúpi var þama fjölfarin leið og Kleppustaðir þá í
þjóðbraut. Síðan þær ferðir lögðust niður er býlið einangrað og
þangað ekki önnur umferð en ef einhver hefur erindum að gegna
við búenduma þar. v
Á mínum uppvaxtarámm var hvert býli byggt í Staðardal og
sums staðar mannmargt. Til dæmis áttu Aratunguhjónin Berg-
sveinn Sveinsson og Sigríður Friðriksdóttir fimmtán böm.
Að vísu ólust börnin ekki öll upp heima, en þar var þó jafnan
fullsetinn bær. Á þeim tíma sat sóknarpresturinn á Stað og rak
þar myndarbúskap. Á mínum uppvaxtarámm var þar fyrst séra
Hans Jónsson og síðar séra Guðlaugur Guðmundsson. Heimili
hans var aldrei auðugt af fé en því ríkara af glaðværð og góðum
hug. Þó dró þar dökkan skugga yfir er þrjár dætur hans létust í
blóma lífsins.
Séra Guðlaugur var skáld gott og hraðkvæður. Hann lét ekki
56