Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 53
Eðvald hvarf úr starfi við verzlun kaupfélagsins, mun í hans stað
hafa komið sem fastur starfsmaður Sigurjón Sigurðsson, albróðir
Stefáns skálds frá Hvítadal. Um þetta leyti, jafnvel um nokkurra
ára skeið, mun hafa starfað hjá Söludeildinni sem lausráðinn
verzlunarþjónn vor og haust og við reikningaskriftir á vetrum,
Björn Bjömsson bóndi á Hafnarhólmi. Hann var hálfbróðir
(sammæðra) Guðmundar Bergssonar póstmeistara á Isafirði og
síðar á Akureyri, en síðast póstfulltrúi í Reykjavík. Vorið 1916
hætti Björn búskap og flutti til Hólmavíkur, sem fastráðinn starfs-
maður við verzlun kaupfélagsins. Þegar Guðjón Guðlaugsson flutti
til Reykjavíkur tók Sigurjón Sigurðtsson við stjórn kaupfélagsins
næstu 12 árin, að undanteknum árunum 1924 og 1925, er Jónatan
Benediktsson frá Smáhömrum í Kirkjubólshreppi var kaupfélags-
stjóri.
Óveðursnótt eina um miðjan septembermánuð 1931 varð eldur
laus í Söludeildarhúsunum og bmnnu þau flest til kaldra kola,
ásamt allmiklum vörubirgðum, innlendum sem erlendum, en
manntjón varð ekki. Fyrmefnd stjórnendaskipti við Söludeildina
em mér lítt kunn lengra fram, því að vorið 1932 flutti ég búferl-
um vestur að Djúpi og hefi ekki átt heima eða í héraðinu dvalið
síðan.
Um mannahald Riisverzlunar á Hólmavík er það að segja, að
ég hygg það rétt með farið og eftir öruggum heimildum haft, sem
Pétur frá Stökkum segir í áður umgetnum Hólmavíkurþætti, að tvö
fyrstu árin hafi Theódór Ólafsson, verzlunarstjóri Riisverzlunar á
Borðeyri, haft yfimmsjón með Hólmavíkurverzluninni, en Jón
Finnsson, sonur Finns bónda Jónssonar í Kálfanesi og konu hans
Sólveigar Jónsdóttur frá Víðidalsá, verið starfsmaður verzlunarinn-
ar við afgreiðslu o. fl. frá því fyrsta, unz hann tók við stjórninni
um það leyti, sem Riishúsin voru byggð á Rifinu árið 1897. Jón
Finnsson rak, jafnhliða verzlunarstjórastarfinu, allumfangsmikinn
búskap, eftir því sem þá var talið, á r/£ hluta Kálfaness og lA
hluta Vatnshoms í Þiðriksvalladal, þar til hann keypti Skeljavík
árið 1913 og lagði þá niður búskap á hinum jörðunum. Jón
Finnsson stjómaði Riisverzlun á FTólmavík, þar til hún var seld
árið 1929, Jóhanni kaupmanni Þorsteinssyni á ísafirði. Jóhann
51