Strandapósturinn - 01.06.1973, Qupperneq 98
Skjálfsbragur
(Höf. ó\bekktur)
I Skjálfsbrag er á skemmtilegan hátt talið upp margt af því,
sem þurfti að vera til á hverju bændabýli svo talist gæti efnaheim-
ili.
Höfundur bragsins veit hvers með þarf af matföngum og áhöld-
um til að geta búið myndarbúi og niðurstaðan verður sú, að hver
bóndi, sem ætti það, sem upptalið er í Skjálfsbrag byggi við alls-
nægtir.
Vissulega gæti verið gaman og fróðlegt, að gera samanburð á
allsnægtaheimilinu, sem lýst er í Skjálfsbrag og allsnægtaheimili
okkar tíma.
Ennfremur er fjöldi orða í Skjálfsbrag, nöfn á búshlutum og
matvælum, sem gleymast og hverfa úr málinu vegna breyttra lífs-
hátta þjóðarinnar og gæti það verið nokkurs virði, að þau geymist,
en glatist ekki. Það eru sérstaklega þrjú nöfn, sem nú munu flestum
gleymd og væri gaman að reyna að skýra merkingu þeirra.
Hafmatarspónn. Var nafn á öllu, sem borðað var með spæni,
samanber spónamatur. t. d. var skyr, súpa, hræringur og fleira
kallað Hafmatarspónn.
Mjóleitan saumaþráS. Þar gæti verið átt við „Seymi“, en sevmi
voru sinar úr nautshrygg eða hval, þær voru þurrkaðar og mátti fá
úr þeim fína og grófa þræði, eftir vild. T. d. voru skinnklæði alltaf
saumuð með seymi.
Der. Þar gæti verið átt við skýluklút, því hom á skýluklút var
kallað der.
Ef einhver gæti gefið upplýsingar um, hver orti Skjálfsbrag, væri
ritnefnd Strandapóstsins þakklát fyrir að fá fréttir af því.
Einnig þakkar ritnefndin Þorvaldi Jónssyni á Hólmavík fyrir að
96