Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 103

Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 103
við, að baka ríkissjóði þennan aukakostnað, ef hægt væri að komast þessa leið á litla bátnum. Guðjón mælti líka eindregið með sínum báti og taldi engin tormerki á að flytja okkur þessa leið. — Það var því horfið að því ráði að bjargast við litlu Gunnu. — Nú rann upp ákveðinn brottfarardagur og farið á fætur klukkan 6 að venju. Tjöldum svift og tekið að hlaða bátinn. Veður var afbragðs gott — logn og sólskin um morguninn. I lestina var látin öll þungavara svo sem jámkarlar, stauraskór, graftól og töluvert af símavír, sem af hafði gengið. Matarskrínur og suðuáhöld vom látin í lúkarinn og var hann þar með fullur upp að þilfari. Á dekkið vom síðan látnar tjaldsúlur og tjöld og ýmiskonar léttari farangur, sem allur tók töluvert upp fyrir lunningar. Þeg- ar öllu hafði verið komið um borð var hvergi pláss fyrir 18 menn nema í göngunum meðfram stýrishúsinu og ofaná farangrinum á miðþiljum. Var þar þröngt setinn bekkurinn. — Þá var lagt af stað út Ingólfsfjörð um kl. 9 að morgni. Logn var veðurs og allir hressir og glaðir. Hraði skipsins var þrjár mílur í logni og gekk nú drjúgum út fjörðinn. — Þegar út fyrir fjarðarmynið kom tók að kalda af norð-austri, með þokusúld upp úr hafinu. Tók nú strax að minnka skriðurinn á Gunnu litlu. Stýrimaður var þó ákveðinn að halda stefnunni og Einar verkstjóri lét ekki neinn kvíða á sér heyra, enda alvanur sjómaður frá fyrri dögum sínum. Var nú beitt í vindinn eftir því sem vél bátsins orkaði. Oðm hvom sást til lands og var hægt að taka mið. Löngum og löngum steinmarkaði ekki og varla hægt að sjá að nokkuð gengi áleiðis og stundum rak. Ágjöf var lítil svo menn blotnuðu ekki mikið. Nær- ing matar eða drykkjar var lítil sem engin á ferðinni. Um morguninn höfðum við dmkkið kaffi og borðað brauð með, en matur allur var niður í lúkar og óhægt um vik að ná honum og varð ekkert úr að það væri reynt. — Þegar langt var liðið á kvöld og komið svarta myrkur voram við komnir á móts við Gjögur og var þá ákveðið, að snúa þar að landi, enda hafði 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.