Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 103
við, að baka ríkissjóði þennan aukakostnað, ef hægt væri að
komast þessa leið á litla bátnum.
Guðjón mælti líka eindregið með sínum báti og taldi engin
tormerki á að flytja okkur þessa leið. —
Það var því horfið að því ráði að bjargast við litlu Gunnu. —
Nú rann upp ákveðinn brottfarardagur og farið á fætur klukkan
6 að venju. Tjöldum svift og tekið að hlaða bátinn. Veður var
afbragðs gott — logn og sólskin um morguninn. I lestina var látin
öll þungavara svo sem jámkarlar, stauraskór, graftól og töluvert
af símavír, sem af hafði gengið. Matarskrínur og suðuáhöld vom
látin í lúkarinn og var hann þar með fullur upp að þilfari.
Á dekkið vom síðan látnar tjaldsúlur og tjöld og ýmiskonar
léttari farangur, sem allur tók töluvert upp fyrir lunningar. Þeg-
ar öllu hafði verið komið um borð var hvergi pláss fyrir 18 menn
nema í göngunum meðfram stýrishúsinu og ofaná farangrinum á
miðþiljum. Var þar þröngt setinn bekkurinn. — Þá var lagt af
stað út Ingólfsfjörð um kl. 9 að morgni. Logn var veðurs og allir
hressir og glaðir.
Hraði skipsins var þrjár mílur í logni og gekk nú drjúgum út
fjörðinn. —
Þegar út fyrir fjarðarmynið kom tók að kalda af norð-austri,
með þokusúld upp úr hafinu.
Tók nú strax að minnka skriðurinn á Gunnu litlu. Stýrimaður
var þó ákveðinn að halda stefnunni og Einar verkstjóri lét ekki
neinn kvíða á sér heyra, enda alvanur sjómaður frá fyrri dögum
sínum.
Var nú beitt í vindinn eftir því sem vél bátsins orkaði. Oðm
hvom sást til lands og var hægt að taka mið. Löngum og löngum
steinmarkaði ekki og varla hægt að sjá að nokkuð gengi áleiðis og
stundum rak. Ágjöf var lítil svo menn blotnuðu ekki mikið. Nær-
ing matar eða drykkjar var lítil sem engin á ferðinni. Um
morguninn höfðum við dmkkið kaffi og borðað brauð með, en
matur allur var niður í lúkar og óhægt um vik að ná honum og
varð ekkert úr að það væri reynt. — Þegar langt var liðið á
kvöld og komið svarta myrkur voram við komnir á móts við
Gjögur og var þá ákveðið, að snúa þar að landi, enda hafði
101