Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 54
sat ekki á Hólmavík heldur hafði þar verzlunarstjóra Friðjón
Sigurðsson, sem fyrr mun hafa verið á vegum Jóhanns, við verzl-
unarstörf á ísafirði. Ég hygg að Jóhann Þorsteinsson hafi ekki
rekið Riisverzlun nema fá ár, en hvenær hætt er að starfrækja
hana sem sjálfstætt fyrirtæki er mér ekki kunnugt.
Um starfsmenn Riisverzlunar fyrstu árin á Hólmavík, auk verzl-
unarstjórans Jóns Finnssonar er mér ókunngt að mestu, þó mun
fullvíst, að á þeim árum var Jón Brandsson þar við verzlunarstörf.
Hann var þá í skóla, en varð síðar prestur og prófastur á Kolla-
fjarðarnesi. Séra Jón útskrifaðist frá Prestaskólanum í Reykjavík
vorið 1902, var veitt Tröllatunguprestakall tveimur árum síðar,
vorið 1904, og vígður sama ár. Hvort séra Jón hefur eitthvað
starfað við Riisverzlun eftir það hann vígðist veit ég ekki, en
hugsanlega gæti hann hafa unnið þar öðru hvoru við bókhald og
skriftir á viðskiptareikningum manna, því að ekki kvongast hann
og fer að búa á Kollafjarðarnesi fyrr en vorið 1908. Mér er heldur
ekki fullljóst hvenær yngri bróðir séra Jóns, Tómas Brandsson,
hefur ráðizt starfsmaður hjá verzluninni. Heyrt hefi ég sagt, að
Tómas hafi verið verzlunarþjónn hjá Riisverzlun í 12 ár sam-
fleytt, og líklega eru þá meðtaldir tveir vetur, (1908—09 og
1909—10) sem hann var við nám í Verzlunarskóla ÍSlands. Mig
minnir að það væri árið 1918, sem Tómas lét af störfum hjá
Riisverzlun, og fór sjálfur að verzla í félagi við verzlun Guðjóns
Brynjólfssonar. Ekki mun sú samvinna eða réttara sagt félagsskap-
ur hafa staðið nema tiltölulega fá ár, en mjög óljóst er mér í
minni hvenær upp úr þeirri félagsverzlun slitnaði. Svo er nefni-
lega mál með vexti, að þótt ég á þessum árum ætti heimili mitt
í Staðarsveit, þá dvaldi ég þar aðeins endrum og eins allt frá
haustinu 1918 til vordaga 1924. En ég vil þó hafa fyrir satt, að
eftir samvinnuslitin hafi Tómas farið að verzla í smáum stíl fyrir
eigin reikning, og í sínu eigin húsi. Þó að hann hefði lítið um-
leikis var það þó nóg til þess, að menn fóru að rifja upp rúmlega
tuttugu ára gamlan kviðling úr Aldarspá Guðmundar læknis
Schevings, er hann mun hafa kveðið árið 1901 eða 1902. Vísa
sú, er fólk höfðaði til hljóðar svo:
52
J