Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 16
Jóhann Hjaltason:
Staður í
Steingríms-
firði
(Um „inventarium£‘
Staðarkirkju o.fl.)
Af líkum má ráða, að Staðarprestakall í Steingrímsfirði,
með prestssetri og kirkju á Stað, sé elzta stofnun sinnar
tegundar í því héraði öllu, þ.e. Strandasýslu. Ýmsar heimildir
gefa einnig til kynna, að Staðarbrauð hafi löngum, allt fram
um síðustu aldamót, verið eitt hinna auðugri og eftirsóttari
prestakalla Vestfjarða, þótt efalaust væri það aldrei í flokki
hinna ríkustu og mest eftirsóttu brauða landsins, eins og t.d.
hin sögufrægu höfuðból Vatnsfjörður og Oddi á Rangárvöll-
um. Hér er hvorki rúm né tími til langra frásagna eða
reikningsskapar um eignir Staðarkirkju fyrrum og tekjur
presta hennar, þó að e.t.v. megi þess stuttlega geta, að á 1.
áratug 18. aldar, þegar Jarðabók Á.M. og P.V. er saman tekin,
eru 14 jarðir með samtals 40 leigukúgildum eign Staðarkirkju,
í báðum sóknum hennar. Alkunnugt er, að föst laun presta
samkvæmt gömlu skipulagi voru landskuldir og kúgildaleigur
af kirkjujörðunum, ennfremur smærri greiðslur s.s. preststí-
und, lambsfóður, dagsverk o.fl.
Meginbreyting í þessu efni eða réttara sagt bylting varð svo
14