Strandapósturinn - 01.06.1974, Síða 102
étur þú ekki harðfisk eins og félagi þinn“. Draugurinn svarar.
„Það kemur til af því, að ég var orðinn kaldur, þegar ég var
vakinn upp, en félagi minn var ekki orðinn kaldur, þegar hann
var vakinn upp, þess vegna þarf hann að eta“. Síðan spyr Helgi
þá félaga, hvort þeir vilji koma með sér spölkorn út fyrir túnið
og voru þeir strax til í það. Síðan leiðir hann þá, sinn við
hvora hönd út fyrir tún og út í mýri eina, allfúna. Þar
staðnæmist hann og tekur að þylja yfir þeim fræði sín og eftir
því sem hann þuldi lengur, sigu draugarnir dýpra í mýrina og
sukku að lokum alveg, og lengi þuldi hann yfir þeim eftir að
þeir voru sokknir.
Um fótaferðartíma gekk hann svo til bæjar og sagði
heimafólki, að draugar þessir myndu ekki gera neinum mein
hér eftir og reyndist það orð að sönnu, því enginn hefur orðið
þeirra var.
Helgi bjóst til heimferðar að loknu þessu næturverki og
sigldi í norðan kalda fyrir Bálkastaðanes og inn og vestur yfir
Hrútafjörð og lenti að áliðnum degi í heimavör.
Nú líður fram á sumar, svo að ekkert ber til tíðinda. Svo var
það einn dag, að áliðnum túnaslætti, þegar Helgi stendur með
fólki sínu við heyskap á túninu, skammt ofan við lendinguna,
að rekald nokkurt sést koma fyrir oddann á Bakkaey og stefna
upp á Ljótunnarstaðavík. Þetta líktist helzt kút eða lítilli
tunnu. Það fannst mönnum undarlegt, að hlutur þessi barst
allhratt beint á móti stinningskalda af suðvestri.
Helgi bað nú heimafólk sitt að hraða sér til bæjar, loka
honum sem vendilegast og koma ekki út fyrr en hann gerði
viðvart. Eftir alllangan tíma kom Helgi heim og sagði fólki
sínu, að nú myndi því óhætt út að ganga. En þegar því varð
litið til sjávarins, sá það kútinn í tjörunni mölbrotinn. Töldu
menn víst, að þarna hefði verið á ferðinni sending frá Árna
þeim, er vakið hafði upp draugana, þá er Helgi hafði niður
kveðið, og hafði hann viljað launa honum lambið gráa.
Árin liðu og Helgi gerðist aldraður og fóru engar sögur af
kunnáttu hans.
Þá gerðist það einn vetur í blindbyl og hörkufrosti, að seint
á vöku er barið bylmingshögg í bæjardyrahurðina á Ljótunn-
100
J