Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 53
Taflmannaspilin með rauða bakinu
útgerðarmaður, og Njáll Þórarinsson, heildsali, auk Christian
Fr. Nielsen, sem var upphafsmaður útgáfunnar og fékk
Tryggva til að teikna spilin eftir sinni hugmynd.
Spilin voru prentuð hjá Universal Playing Card Co., Leeds,
Englandi. (Nú Alf Cooke Limited, Crown Point, Leeds 10)
Árið 1967 átti ég bréfaskipti við þetta firma og spurðist fyrir
um teikningarnar. Svar firmans er á þessa leið. „Það eru meira
en 20 ár síðan við prentuðum Taílmannaspilin fyrir Island.
Því miður eru teikningarnar ekki hér, og við vitum ekki hvort
þær hafa verið endursendar eða ekki, þar sem öll bréfaskipti
frá þessum árum hafa verið eyðilögð. Það eina, sem við höfum,
eru pósitífur og prufubækur, og það er okkar eign“.
Á Taflmannaspilunum eru teikningar af skákmönnum, sín
gerðin á hvorum pakka í settinu, sem er alveg óvenjulegt.
Flestir hefðu látið nægja að teikna eitt mannspilasett og skipta
svo um baklitinn. En hér er þetta þannig, að pakkinn með
láréttu línunni á mannspilunum er einungis til með rauðu
baki, og hinn aðeins með bláu baki. Bökin eru með teikningu
af taílborði og taflmönnum og prentuð í einum lit eins og áður
51