Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 98
að prestur komi von bráðar og sláist í hópinn. Þegar það
kemur að Skálholtsvík, hefur prestur enn ekki náð því.
Bregður fólkið því á það ráð að bíða hans þar. Loks kemur að
því, að þolinmæði þess þrýtur og leggur það nú af stað yfir
Stikuháls, enda hefur það ekki gefið upp alla von um, að
prestur hljóti að ná því innan tíðar.
Er svo ekki að orðlengja, að seint um síðir kemst fólkið alla
leið til Ospakseyrar, án þess að verða prestsins vart, en þegar
að kirkjunni kemur, birtist séra Oddur í kirkjudyrurn og hefur
þá lokið messugerðinni og verður fátt um kveðjur.
Gengur prestur síðan til bæjar, ásamt þeim Bitrungum, er
messunni hlýddu, en Bæhreppingar snúa heim á leið við svo
búið og þykir för sín hafa verið hin háðulegasta.
Ber nú ekkert til tíðinda, fyrr en þeir koma að hól þeim er
áður hefur verið nefndur. Þar sjá þeir séra Odd sitjandi á
hólnum, og er hann enn að leita sér lúsa, en hestur hans
stendur á beit við hólinn. Þykjast þeir nú sjá, að prestur hafi
með fjölkyngi sínu gert þeim hinar skemmilegustu sjónhverf-
ingar.
Síðan hefur hóll þessi verið nefndur Oddshóll.
Þess má að lokum geta, að til er önnur gerð þessarar sögu,
sem er eins að öðru leyti en því, að Oddur sá, er glettist við
Bæhreppinga, á að hafa verið Oddur Einarsson biskup á
yfirreið eða vísitasíuferð um Strandir.
IMBUTJÖRN OG SVIÐUVATN.
Þegar farið er frá Bæ upp í Bakkadal, þ.e.a.s. að Jónsseli,
eða Bakkaseli, liggur leiðin yfir langan háls, er nefnist Sviða. Á
hálsinum miðjum er lítil tjörn, er nefnist Imbutjörn. Lá
vegurinn og liggur enn á tjarnarbakkanum. Litlu norðar er
Sviðuvatn.
Tvær sögur eru til um það, hversu tjörnin hlaut nafn sitt.
Er sú fyrri á þessa leið.
Einu sinni var kona sú í Bæ, er Ingibjörg hét, kölluð Imba,
sumir segja, að hún hafl verið vinnukona þar, aðrir, að hún
hafl haft þar búsforráð.
96