Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 101

Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 101
Hrukku mýsnar undan vendinum og hlupu allar ofan í holuna, er grafin hafði verið í bæjargöngin. Er þær voru allar þangað komnar mokaði Magnús yfir og eftir það varð ekki vart við mýs á Melum í mörg ár. Svo sem áður er greint, var Helgi oft fenginn til þess að kveða niður drauga og koma fyrir sendingum. Nú er frá því að segja, að eitthvert vor bar svo til, að tveir ungir menn drukknuðu í lendingu frá einhverjum bæ á Vatnsnesi. Voru þeir færðir til kirkju að Tjörn og jarðsettir þar. Þá bjó að Tjörn bóndi sá, er Árni hét og var talinn fjölkunnugur. Gerir hann sér það til gamans að vekja upp hina nýjarðsettu menn. Þegar mennirnir hafa verið vaktir upp, spyrja þeir svo sem uppvakninga er siður, Árna, hvað þeir eigi að gera. Árni segir þeim að fara á ákveðinn bæ, þar í nágrenninu og fremja þar öll þau spellvirki, er þeir mega, önnur en að drepa menn. Draugarnir gera svo sem fyrir þá er lagt, þeir fara á bæ þann, er Árni hefir vísað þeim á, eyða þar öllu og spilla, leggjast á fénað og þykja að vonum hinir mestu vágestir. Bónda þeim, er fyrir þessum búsiijum verður, þykir að vonum illt undir að búa. Bregður hann nú á það ráð að gera Helga á Ljótunnarstöðum orð og biður hann að koma sem skjótast og freista þess að koma ófögnuði þessum fyrir kattar- nef. Helgi brá við skjótt, hrindir fram báti sínum og siglir norður og austur yfir Hrútafjörð, fyrir Bálkastaðanes og lendir undir kvöld hins sama dags við bæ þann er draugarnir höfðu bólfestu. Þegar leið að háttatíma, biður Helgi fólkið að ganga til náða og leggur jafnframt ríkt á við það, að forvitnast ekki um ferðir sínar. Síðan gengur hann út að leita drauganna og finnur þá fljótlega undir fiskhjalli skammt frá bænum. Er annar þeirra önnum kafinn við að rífa harðfisk, sem hann étur jafnóðum, en hinn stendur hjá og horfir á. Helgi víkur sér fyrst að þeim er fiskinn reif og segir. „Á ég ekki að lána þér hníf‘. Draugurinn svarar. „Aldrei brúkar dauður maður hníf, heldur stendur hann á og rífur“. Síðan snýr hann máli sínu til hins, er ekkert át og segir. Hvers vegna 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.