Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 101
Hrukku mýsnar undan vendinum og hlupu allar ofan í
holuna, er grafin hafði verið í bæjargöngin. Er þær voru allar
þangað komnar mokaði Magnús yfir og eftir það varð ekki
vart við mýs á Melum í mörg ár.
Svo sem áður er greint, var Helgi oft fenginn til þess að
kveða niður drauga og koma fyrir sendingum.
Nú er frá því að segja, að eitthvert vor bar svo til, að tveir
ungir menn drukknuðu í lendingu frá einhverjum bæ á
Vatnsnesi. Voru þeir færðir til kirkju að Tjörn og jarðsettir
þar. Þá bjó að Tjörn bóndi sá, er Árni hét og var talinn
fjölkunnugur.
Gerir hann sér það til gamans að vekja upp hina nýjarðsettu
menn. Þegar mennirnir hafa verið vaktir upp, spyrja þeir svo
sem uppvakninga er siður, Árna, hvað þeir eigi að gera. Árni
segir þeim að fara á ákveðinn bæ, þar í nágrenninu og fremja
þar öll þau spellvirki, er þeir mega, önnur en að drepa menn.
Draugarnir gera svo sem fyrir þá er lagt, þeir fara á bæ þann,
er Árni hefir vísað þeim á, eyða þar öllu og spilla, leggjast á
fénað og þykja að vonum hinir mestu vágestir.
Bónda þeim, er fyrir þessum búsiijum verður, þykir að
vonum illt undir að búa. Bregður hann nú á það ráð að gera
Helga á Ljótunnarstöðum orð og biður hann að koma sem
skjótast og freista þess að koma ófögnuði þessum fyrir kattar-
nef. Helgi brá við skjótt, hrindir fram báti sínum og siglir
norður og austur yfir Hrútafjörð, fyrir Bálkastaðanes og lendir
undir kvöld hins sama dags við bæ þann er draugarnir höfðu
bólfestu.
Þegar leið að háttatíma, biður Helgi fólkið að ganga til
náða og leggur jafnframt ríkt á við það, að forvitnast ekki um
ferðir sínar. Síðan gengur hann út að leita drauganna og
finnur þá fljótlega undir fiskhjalli skammt frá bænum. Er
annar þeirra önnum kafinn við að rífa harðfisk, sem hann étur
jafnóðum, en hinn stendur hjá og horfir á.
Helgi víkur sér fyrst að þeim er fiskinn reif og segir. „Á ég
ekki að lána þér hníf‘. Draugurinn svarar. „Aldrei brúkar
dauður maður hníf, heldur stendur hann á og rífur“. Síðan
snýr hann máli sínu til hins, er ekkert át og segir. Hvers vegna
99