Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 40
hverjum tíma varaforða, sem grípa rnætti til, ef eitthvað bæri
útaf eða óvenjuleg harðindi gengju yfir.
Samkvæmt gjörðabókum Bæjarhrepps virðist hugmyndin
um stofnun kornforðabúrsins hafa komist í framkvæmd árið
1910. Þá voru í hreppsnefnd þessir menn.
Benóný Jónasson, oddviti, Laxárdal
Kristján Gíslason, bóndi, Prestsbakka
Tómas Jónsson, bóndi Kollsá
Guðmundur G. Bárðarson, bóndi, Kjörseyri og
Guðmundur Ögmundsson, bóndi, Fjarðarhorni.
Það kemur fram í eldri fundargjörðum að hreppsnefndin
hefur áður haft forgöngu um kornvörukaup fyrir Bæjarhrepp.
í hreppsfundargerð frá 2. maí 1908 segir svo í öðrum tölulið.
„Þá lagði oddviti fram reikning yfir kornvörukaup Bæjar-
hrepps með gufuskipinu „Patría“ veturinn 1907 fundarmönn-
um til athugunar“. Fundargerðin er undirskrifuð af oddvita
Benóný Jónassyni. Verulegur skriður virðist hafa verið kominn
á málið fyrir árið 1910. Ljóst er á fundargerð frá því ári að
hreppsnefndin hefur sent sýslunefnd Strandasýslu samþykkt
um stofnun kornforðabúrsins er sýslunefnd Strandasýslu hefur
afgreitt þetta ár. í þessari fundargerð er þetta meðal annars.
„Hinn 9. júlí 1910 var almennur hreppsfundur haldinn að Bæ
samkvæmt fundarboði frá oddvita hreppsins, Benóný Jónas-
syni, er sýslunefnd fól á hendur að kalla saman til þess að ræða
um samþykkt um stofnun kornforðabúrs til skepnufóðurs fyrir
Bæjarhrepp, er samþykkt hefur verið af sýslunefnd Stranda-
sýslu eftir tilmælum hreppsnefndarinnar í Bæjarhreppi. Á
fundinum voru mættir 14 alþingiskjósendur og var samþykkt-
in að umræðum loknum samþykkt í einu hljóði.“
Forðabúrið hefur tekið til starfa haustið 1910, því að í
hreppsreikningum það ár er getið um lántöku í því skyni.
Samkvæmt reikningi yfir eignir og skuldir kornforðabúrsins í
nóvember 1911 kemur í ljós, að hreppurinn hefur fengið lán í
viðlagasjóði til kornvörukaupa vegna forðabúrsins.
38