Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 49
fagurt letur, sem hann svo skrifaði kvæðin með. Seinna varð
hann einnig mjög fær skrautritari. Raunar var alveg sama við
hvað hann fékkst, hann gat lagfært hina ólíkustu hluti, smíðað
og skorið út. Allt bar vott um listræna hæfileika hans.
Haustið 1916 fór hann í Gagnfræðaskólann á Akureyri og
lauk þaðan prófi vorið 1919. Fór því næst til Kaupmannahafn-
ar í Teknisk Selskabsskole og var þar í tvö ár, en auk þess
eitthvað hjá einkakennurum. Tók svo próf upp í listaháskól-
ann, en fór til New York í League of Art og var þar 1921-1922
við nám í andlitsmyndagerð. Síðan lagði hann leið sína til
Dresden, þar sem hann lagði stund á málaralist 1922-1923. Að
námi loknu settist hann að í Reykjavík, þar sem hann átti
heima til dauðadags, 7. september 1960.
Fyrst eftir að hann kom heim, fékkst hann mest við að mála
og gerði þá mörg skemmtileg og falleg málverk, og að minnsta
kosti einu sinni hélt hann sýningu á verkum sínum. En seinna
sótti í það horf að teikna eftir pöntunum, bæði kápumyndir á
bækur, félagsmerki, skreytingar í barnabækur, Rafskinnu
Gunnars Bachmann árum saman, að ógleymdum Speglinum.
Ennfremur skrautritaði hann á pergament ýmiss heiðursskjöl,
þegar mikils þótti við þurfa. Þá teiknaði hann mörg póstkort,
sum skopleg eins og „síðasti hundurinn“ þegar hundahald var
bannað í Reykjavík.
Magnús Kjaran stórkaupmaður í Reykjavík var fram-
kvæmdarstjóri Alþingishátíðarinnar 1930. Þá þurfti að mörgu
að huga og margt að teikna. Magnús skrifar um Tryggva
látinn m.a. þetta. „Ég kynntist Tryggva fyrst að nokkru ráði
árið 1930 og hafði þá við hann mikla og mjög ánægjulega
samvinnu. Hann var ólíkur flestum öðrum listamönnum að
því leyti, að hægt var að tala við hann um hlutina. Hann gat
gert hvað sem hann var beðinn um og allt vel. En auk þess var
hann mjög hugkvæmur og frjór listamaður, teiknari og málari.
Hann gerði Alþingishátíðarmerkið og nokkuð bæði af frí-
merkjunum og minnispeningunum. Hann átti hugmyndina
að og teiknaði alla sýslufánana. Eru þeir allir táknrænir fyrir
sín byggðarlög. í „heraldik“ var hann vel að sér, og bera
fánarnir þess ótvíræð merki. Þá teiknaði hann alla fornmanna-
47