Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 49

Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 49
fagurt letur, sem hann svo skrifaði kvæðin með. Seinna varð hann einnig mjög fær skrautritari. Raunar var alveg sama við hvað hann fékkst, hann gat lagfært hina ólíkustu hluti, smíðað og skorið út. Allt bar vott um listræna hæfileika hans. Haustið 1916 fór hann í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi vorið 1919. Fór því næst til Kaupmannahafn- ar í Teknisk Selskabsskole og var þar í tvö ár, en auk þess eitthvað hjá einkakennurum. Tók svo próf upp í listaháskól- ann, en fór til New York í League of Art og var þar 1921-1922 við nám í andlitsmyndagerð. Síðan lagði hann leið sína til Dresden, þar sem hann lagði stund á málaralist 1922-1923. Að námi loknu settist hann að í Reykjavík, þar sem hann átti heima til dauðadags, 7. september 1960. Fyrst eftir að hann kom heim, fékkst hann mest við að mála og gerði þá mörg skemmtileg og falleg málverk, og að minnsta kosti einu sinni hélt hann sýningu á verkum sínum. En seinna sótti í það horf að teikna eftir pöntunum, bæði kápumyndir á bækur, félagsmerki, skreytingar í barnabækur, Rafskinnu Gunnars Bachmann árum saman, að ógleymdum Speglinum. Ennfremur skrautritaði hann á pergament ýmiss heiðursskjöl, þegar mikils þótti við þurfa. Þá teiknaði hann mörg póstkort, sum skopleg eins og „síðasti hundurinn“ þegar hundahald var bannað í Reykjavík. Magnús Kjaran stórkaupmaður í Reykjavík var fram- kvæmdarstjóri Alþingishátíðarinnar 1930. Þá þurfti að mörgu að huga og margt að teikna. Magnús skrifar um Tryggva látinn m.a. þetta. „Ég kynntist Tryggva fyrst að nokkru ráði árið 1930 og hafði þá við hann mikla og mjög ánægjulega samvinnu. Hann var ólíkur flestum öðrum listamönnum að því leyti, að hægt var að tala við hann um hlutina. Hann gat gert hvað sem hann var beðinn um og allt vel. En auk þess var hann mjög hugkvæmur og frjór listamaður, teiknari og málari. Hann gerði Alþingishátíðarmerkið og nokkuð bæði af frí- merkjunum og minnispeningunum. Hann átti hugmyndina að og teiknaði alla sýslufánana. Eru þeir allir táknrænir fyrir sín byggðarlög. í „heraldik“ var hann vel að sér, og bera fánarnir þess ótvíræð merki. Þá teiknaði hann alla fornmanna- 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.