Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 61
búi, sem svo var kallað og því naumt til fæðis og klæðis,
jafnvel svo að á sá sumstaðar. Samhjálp var þá lítil sem engin
og fór oft eftir geðþótta þeirra manna, sem þar réðu um. Sú
geta nægði oft ekki, vonleysi greip um sig, og þá hófust hinir
miklu fólksflutningar úr landinu. Þeim var líka oft fylgt fast
eftir af efna- og ráðamönnum, en þannig töldu þeir sig firra
hreppsfélag sitt útgjöldum og hættuástandi. Fleira var þó það
fólk sem þraukaði áfram og fór hvergi. Víst var því lífið erfitt,
en það sigraði. Fólkið barðist fyrir tilveru sinni af eljusemi og
seiglu og lét sér nægja frumstæðustu og brýnustu þarfir og
stundum víst ekki einu sinni það. Flest þetta fólk var þó
lífsglatt og ánægt, þrátt fyrir mikla fátækt og margvíslegt basl.
Mér kemur þetta í hug er ég minnist Onnu Einarsdóttur.
Ég man hana fyrst er ég var 5-6 ára gamall. Ffún var þá
fullorðin og í blóma lífsins, á milli 30 og 40 ára.
Hún var eitt eða fleiri sumur eða part úr sumrum í
kaupavinnu hjá foreldrum mínum og var fyrsta kvenpersónan
í vitund minni sem barns fyrir utan móður mína. Ég man
hana frá þessum árum káta og lífsglaða. Kynntist ég henni
betur seinna, bæði sem unglingur og fullorðinn maður. Vorum
við í nágrenni hvort við annað hluta æfinnar og alltaf var hún
sama góða og ánægða Anna. Tveir bræður Önnu þeir Torfi og
Einar, ásamt fósturbróður hennar, Elíasi fórust allir með
Helluskipinu í hákarlaróðri frá Gjögri 5. apríl f894. Sem nærri
má geta var þetta þungt áfall Sandnesheimilinu. Magnús
bróðir Önnu dó ungur vestur á ísafirði, hefur líklega verið þar
sjómaður. Mörgum árum seinna varð þetta heimili fyrir öðru
stóráfalli. Þá var Guðbjörg systir Önnu og maður hennar
Sigvaldi Guðmundsson búandi þar. Þau áttu sex börn. Kom
barnaveiki þá á heimilið, en hún herjaði sem faraldur um
héraðið og fjöldi barna dó. Á Sandnesi dóu fjögur af þessum
sex börnum á nokkrum dögum og voru öll lögð í sömu gröf.
Fjórða bróðurinn átti Anna, Eirík að nafni. Hann var lengst
af ævi búsettur á fsafirði og dó þar aldraður fyrir allmörgum
árum. Tók ungur skipstjórnarpróf og var skipstjóri á fiskiskip-
um og seirina í mörg ár hafnsögumaður. Hann sótti nýja báta
til útlanda og sigldi þeim heirn. Hann var mörg ár í
59