Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 111

Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 111
ÓTEMJAN Tveimur árum eftir að við fluttum að vestan úr Lágadal, var okkur tilkynnt að við ættum hest vestur í Langadal. Við vorum þá flutt að Gautshamri. Hesturinn hafði strokið vestur. Okkur var sagt, að annaðhvort yrðum við að sækja hestinn fyrir ákveðinn tíma, eða hann yrði seldur. Maðurinn minn og elstu drengirnir voru í vinnu og því ekki mörgum á að skipa. Bjarni sagði þá við mig. „Gætir þú ekki farið, góða mín og sótt hestinn.“ Ég svaraði, að ég myndi hafa gaman af því, ég var alltaf eins og strákur á hestum og hafði gaman af. Morguninn eftir lagði ég á tvo gæðingana mína og hélt af stað. Ég kom við á Kleppustöðum í Staðardal og skildi annan hestinn eftir þar og fór einhesta yfir Steingrímsfjarðarheiði. Ég naut þess að fára vestur heiðina um kvöldið. Það var fallegt veður og sólin var að setjast í Djúpið. Það var dásamlega fallegt, að sjá vestur yfir Isafjarðardjúp. Ég gisti á Bakka um nóttina. Morguninn eftir hélt ég af stað með ótemjuna og fólk úr Langadal f'ylgdi mér fram í heiðarbrekkur. Meðan fólkið hjálpaði mér gekk allt ágætlega. En þegar ég var orðin ein og fór að teyma ótemjuna, gekk mér illa að fá hana til að hlaupa við hliðina á hinum hestinum, en samt komst ég alla leið á móts við sæluhús, sem er þarna á heiðinni, þar stoppaði ótemjan og fékkst ekki úr sporunum. Þegar ég snéri á leið vestur, var hún lipur og þæg, en stóð kyrr ef ég ætlaði norður. Ég sá mér því ekki annað fært, en að spretta af reiðhestinum og setja söðulinn á ótemjuna. Ég var mjög dugleg við hesta þegar ég var ung og það kom sér vel í þetta skipti. Ég gat ekki haldið í beislið á báðum hestunum, svo ég sleppti reiðhestin- um, en hann tók strax götuna norður. Þá yrði ég illa stödd, ef ég gæti ekki komist á bak ótemjunni eða ráðið við hana. Ef ég hefði misst hana hefði ég orðið að ganga norður, en það var nokkuð löng leið. Ég gat stokkið á bak, en ótemjan hringsnér- ist fyrst, en tók svo götuna á eftir reiðhestinum. Ég komst að Kleppustöðum og tók hestinn, sem ég átti geymdan þar og rak báða reiðhestana á undan mér. 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.