Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 123

Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 123
þegar bergja átti á drykknum var blásið til hliðar dauðum flugum og fleiri óhreinindum er flutu ofan á lýsinu, öðuskel- inni sökkt í og tekinn skammtur eftir geðþótta hvers einstakl- ings. Það var talið, að þeir sem þetta iðkuðu yrðu miklu hraustari en aðrir og þyldu betur kulda og allskonar harðræði. Súr selsvið voru herramannsmatur, selkjöt var borðað nýtt, einnig var það sett í sýru og geymt þannig og þótti góður matur. Oft var selkjöt saltað í ílát og settur saltpækill á, svo það þránaði ekki, og geymt þannig sem vetrarforði. Lifur og hjörtu úr sel voru notuð til manneldis soðin og látin í sýru. Fitulítið selspik var stundum soðið og lýsið pressað úr því, þvínæst var það skorið í smábita og soðið selkjöt skorið í bita á sama hátt. Þessu var svo blandað saman og sett í litla léreftspoka pressað og sett í sýru. Vel sýrt var þetta allra besti matur. Súrt og saltað selkjöt, ef vel var verkað, þótti góð tilbreyting á matborðinu, frá fiskætinu. Súrt hvalrengi og sporður var verkað á sama hátt og enn gerist, en hvalspik brætt í lýsi. Þó var hvalspik stundum verkað þannig, að spiklykkjur voru hengdar upp í skemmurjáfur, þar sem dimmast var, og látnar hanga þar í f til 2 ár. Þá var komið á þær þykkt lag af myglu. Þegar átti að borða þetta, var skorinn biti af lykkjunni og myglan hreinsuð af og dálítið lag flegið utan af lykkjunni og spikið þá hreint og fallegt. Þetta spik var borðað hrátt sem viðbit með harðfiski. Skelfiskur var töluvert notaður til matar. Mest var það kræklingur, en líka hörpuskel og aða. Skelfiskurinn var steiktur í skelinni á glóð og borðaður heitur. Sundmagi úr þorski var tekinn um leið og fiskurinn var flattur. Sundmaginn var saltaður, en tekinn til verkunar að vetrinum þegar minna var að gera. Þá var hann útvatnaður og himnan tekin af honum, því næst var hann soðinn hæfilega, settur í ílát og farg sett á hann. I sundmaga er mikiðilímefni og myndar hann soðinn og pressaður samfellda heild i formi þess íláts, sem hann er pressaður í. Hann var því skorinn í hæfileg stykki og settur í sýru. Súrsaður sundmagi þótti afbragðsgóður matur. 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.