Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 123
þegar bergja átti á drykknum var blásið til hliðar dauðum
flugum og fleiri óhreinindum er flutu ofan á lýsinu, öðuskel-
inni sökkt í og tekinn skammtur eftir geðþótta hvers einstakl-
ings. Það var talið, að þeir sem þetta iðkuðu yrðu miklu
hraustari en aðrir og þyldu betur kulda og allskonar harðræði.
Súr selsvið voru herramannsmatur, selkjöt var borðað nýtt,
einnig var það sett í sýru og geymt þannig og þótti góður
matur. Oft var selkjöt saltað í ílát og settur saltpækill á, svo
það þránaði ekki, og geymt þannig sem vetrarforði. Lifur og
hjörtu úr sel voru notuð til manneldis soðin og látin í sýru.
Fitulítið selspik var stundum soðið og lýsið pressað úr því,
þvínæst var það skorið í smábita og soðið selkjöt skorið í bita á
sama hátt. Þessu var svo blandað saman og sett í litla
léreftspoka pressað og sett í sýru. Vel sýrt var þetta allra besti
matur.
Súrt og saltað selkjöt, ef vel var verkað, þótti góð tilbreyting
á matborðinu, frá fiskætinu. Súrt hvalrengi og sporður var
verkað á sama hátt og enn gerist, en hvalspik brætt í lýsi. Þó
var hvalspik stundum verkað þannig, að spiklykkjur voru
hengdar upp í skemmurjáfur, þar sem dimmast var, og látnar
hanga þar í f til 2 ár. Þá var komið á þær þykkt lag af myglu.
Þegar átti að borða þetta, var skorinn biti af lykkjunni og
myglan hreinsuð af og dálítið lag flegið utan af lykkjunni og
spikið þá hreint og fallegt. Þetta spik var borðað hrátt sem
viðbit með harðfiski.
Skelfiskur var töluvert notaður til matar. Mest var það
kræklingur, en líka hörpuskel og aða. Skelfiskurinn var
steiktur í skelinni á glóð og borðaður heitur.
Sundmagi úr þorski var tekinn um leið og fiskurinn var
flattur. Sundmaginn var saltaður, en tekinn til verkunar að
vetrinum þegar minna var að gera. Þá var hann útvatnaður og
himnan tekin af honum, því næst var hann soðinn hæfilega,
settur í ílát og farg sett á hann. I sundmaga er mikiðilímefni og
myndar hann soðinn og pressaður samfellda heild i formi þess
íláts, sem hann er pressaður í. Hann var því skorinn í hæfileg
stykki og settur í sýru. Súrsaður sundmagi þótti afbragðsgóður
matur.
121