Strandapósturinn - 01.06.1974, Síða 51
fyrir Magnús Kjaran. Þau komu út árið 1930 og voru m.a. seld
á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Þau voru prentuð í Alten-
burg í Þýzkalandi, og komu þá strax af þeim þrjú númer, 1,2
og 3. Enginn munur var á númerum þessum, nema að
baklitnum var breytt, og var nr. 1 vandaðast. Þar erú
vopnamyndir baksins og skreytingar pakkans prentaðar með
silfur- og gullslit. Bakskraut spilanna er annars vegar á
pakkanum, en framan á honum eru landvættirnar. Á jóker er
Hreiðarr heimski. Ásarnir eru með landslagsmyndum og eru
staðirnir þessir. Þingvellir-Kúhallardalr, Kerlingarfjöll-
Skógarfoss, Almannagjá-Hvolsdalr, Þórsmörk-Dverghamrar.
Spilin hafa verið endurprentuð nokkrum sinnum, einkum í
Þýzkalandi, en líka í Reykjavík (ca. 1938). Á pakka, sem
gerður var um þau í Reykjavík, stendur á pakkalokinu. „Með
einkarétti. Magnús Kjaran, Reykjavík“. En á fyrstu fjórum
prentununum (nr. 1,2,3 og 4) stendur á hjartasjöi. „Öll
rjettindi áskilin, Tryggvi Magnússon, Reykjavík“. Magnús
Kjaran mun hafa eignast útgáfurétt á þessum spilum um
1937, og hann átti frumteikningarnar, sem eru mjög fallegar
og allstórar. Rétt er að geta þess, að á hverju mannspili eru
myndir af tveimur söguhetjum, ásamt nöfnum með fornum
rithætti.
Hjarta: Snorri Sturluson — Hrafn Hængsson,
Helga fagra — Hega Haraldsdóttir,
Gunnlaugur Ormstunga — Hörður Grímkelsson,
Spaði: Egill Skallagrímsson — Víga-Styrr,
Auður Vésteinsdóttir — Unnur djúpúðga,
Gísli Súrsson — Grettir Asmundsson,
Tígull: Gunnar Hámundarson — Ólafur pá,
Hallgerður langbrók — Guðrún Ósvífursdóttir,
Kári Sölmundarson — Kjartan Ólafsson.
Lauf: Njáll Þorgeirsson — Síðu-Hallur,
Bergþóra Skarphéðinsdóttir — Þorbjörg Kolbrún,
Skarphéðinn Njálsson — Þormóður Kolbrúnarskáld
49