Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 106
heiman í fyrsta skipti. Ég var þá 17 ára gömul. Pabbi setti upp
7 krónur í kaup á viku fyrir mig, gamla manninum fannst það
nokkuð mikið fyrir ungling. Ég man, að ég var látin slá eina
skák og þegar ég var búin að því, skreið gamli maðurinn eftir
ljánni til að vita hvernig þetta væri gert. Blessaður karlinn. A
þeim tímum gekk kvenfólk að slætti jafnt og karlmenn.
Mamma gekk að slætti þótt hún væri komin að falli og jafnvel
sama daginn og hún lagðist á sæng. Við systkinin vorum öll
látin byrja að slá þegar við vorum 10 ára. Það kom sér vel fyrir
mig þegar ég fór í kaupavinnu, að vera vön að slá. Einnig
hjálpaði það mér mikið þegar ég fór sjálf að búa, en ég var þá
rétt um tvítugt.
Eins og fram hefur komið, þurfti móðir mín oftastnær að
sinna búinu á vorin. Hún var hörku dugleg og ég álít, að hún
hafi verið mjög hraust kona, bæði andlega og líkamlega. Hún
missti ekki trúna á lífið, þótt hún yrði að sjá bak börnum
sínum, það var eins og pabbi bæri sig verr, hann var meiri
tilfinningamaður. Það er ekki þar með sagt að mamma hafi
ekki verið tilfinninganæm, en hún var mjög dugleg og trúuð
kona.
KÝRNAR TÝNAST.
Við hjónin hófum búskap á Bassastöðum og bjuggum þar í
átta ár, þá fluttum við vestur í Isafjarðarsýslu, á jörð sem heitir
Lágidalur. Þetta býli er fram til fjalla. Þar bjuggum við í átta
ár.
I Lágadal kom ýmislegt fyrir, sem reyndi mjög á okkur
hjónin. Þegar við fluttum vestur, áttum við eina kú, sem við
fluttum með okkur. Við keyptum svo aðra kú, þegar við
komum vestur og var hún frá bæ, sem heitir Skjaldfannadalur.
Þegar við vorum búin að vera í Lágadal í rúmlega eina viku,
týndust kýrnar. Það var mikið leitað að þeim, fyrst við hjónin
og svo fólk úr Langadal, sem hjálpaði okkur að leita, en þær
fundust ekki.
Bjarni, maðurinn minn, var búinn að fara norður yfir
Steingrímsfjarðarheiði, en enginn hafði orðið þeirra var þar
104