Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 106

Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 106
heiman í fyrsta skipti. Ég var þá 17 ára gömul. Pabbi setti upp 7 krónur í kaup á viku fyrir mig, gamla manninum fannst það nokkuð mikið fyrir ungling. Ég man, að ég var látin slá eina skák og þegar ég var búin að því, skreið gamli maðurinn eftir ljánni til að vita hvernig þetta væri gert. Blessaður karlinn. A þeim tímum gekk kvenfólk að slætti jafnt og karlmenn. Mamma gekk að slætti þótt hún væri komin að falli og jafnvel sama daginn og hún lagðist á sæng. Við systkinin vorum öll látin byrja að slá þegar við vorum 10 ára. Það kom sér vel fyrir mig þegar ég fór í kaupavinnu, að vera vön að slá. Einnig hjálpaði það mér mikið þegar ég fór sjálf að búa, en ég var þá rétt um tvítugt. Eins og fram hefur komið, þurfti móðir mín oftastnær að sinna búinu á vorin. Hún var hörku dugleg og ég álít, að hún hafi verið mjög hraust kona, bæði andlega og líkamlega. Hún missti ekki trúna á lífið, þótt hún yrði að sjá bak börnum sínum, það var eins og pabbi bæri sig verr, hann var meiri tilfinningamaður. Það er ekki þar með sagt að mamma hafi ekki verið tilfinninganæm, en hún var mjög dugleg og trúuð kona. KÝRNAR TÝNAST. Við hjónin hófum búskap á Bassastöðum og bjuggum þar í átta ár, þá fluttum við vestur í Isafjarðarsýslu, á jörð sem heitir Lágidalur. Þetta býli er fram til fjalla. Þar bjuggum við í átta ár. I Lágadal kom ýmislegt fyrir, sem reyndi mjög á okkur hjónin. Þegar við fluttum vestur, áttum við eina kú, sem við fluttum með okkur. Við keyptum svo aðra kú, þegar við komum vestur og var hún frá bæ, sem heitir Skjaldfannadalur. Þegar við vorum búin að vera í Lágadal í rúmlega eina viku, týndust kýrnar. Það var mikið leitað að þeim, fyrst við hjónin og svo fólk úr Langadal, sem hjálpaði okkur að leita, en þær fundust ekki. Bjarni, maðurinn minn, var búinn að fara norður yfir Steingrímsfjarðarheiði, en enginn hafði orðið þeirra var þar 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.