Strandapósturinn - 01.06.1974, Qupperneq 20
Einarsson, sem þá hafði þjónað Selvogsþingum frá því er hann
vígðist árið 1717.
Séra Halldór var heilsutæpur, talinn þunglyndur og varð
ekki gamall maður (d. 1738). Er mælt, að hann liggi framan
við kirkjudyr á Stað undir blágrýtishellu mikilli, er hann í
lifanda lífi flutti sjálfur heim, ofan af Staðarfjalli. (Sögn Sighv.
Gr. Borgfirðings). Kona séra Halldórs var Sigríður Jónsdóttir,
borgfirzk að kyni eins og þau hjón bæði. Eitt meðal tíu barna
þeirra var hinn þjóðkunni prestur, jarðræktarmaður, rithöf-
undur og skáld, séra Björn í Sauðlauksdal, sem getið er að
nokkru í öllum kennslubókum í Islandssögu.
Séra Halldór og Sigríður kona hans gáfu Staðarkirkju
predikunarstólinn, sem enn er þar og jafnan hefur þótt fagur
gripur og merkilegur, þó að nú sé hann farinn að láta á sjá,
enda skammt í 250 ára aldur hans. Stóllinn er sjöstrendur,
með einni málaðri mynd á hverjum fleti. Myndirnar eru af
guðspjallamönnunum fjórum, postulunum Pétri og Páli og
Frelsaranum (Salvator). Myndirnar eru upphaflega gerðar í
mjög björtum litum og hafa haldið sér ótrúlega vel, þótt nú
(1974) sé ferskleiki þeirra nokkuð tekinn að dofna, sem vonlegt
er eftir hart nær hálfa þriðju öld. Tvær myndanna (Jóhannes-
ar og Lúkasar) snúa að mjög nálægum glugga mót suðri, og
hafa þær svo til eyðilagzt af skini sumarsólarinnar í þau
rúmlega 100 ár, sem núverandi kirkja hefur staðið. A breiðum
dökkum ramma efst í stólfætinum standa nöfn gefendanna,
maddömu Sigríðar Jónsdóttur og séra Halldórs Einarssonar,
ásamt ártalinu 1731. Mig brestur þekkingu til þess að dæma
um eða leiða sennilegar getur að því, hvort myndirnar á
stólnum muni heldur vera innlendar eða erlendar að uppruna.
Tímans vegna gætu þær hugsanlega verið eftir séra Hjalta
Þorsteinsson í Vatnsfirði, sem þá (1731) var að vísu orðinn
aldraður maður (f. 1665, d.1754), en þó hvergi nærri kominn
að fótum fram.
Með því að frekar fátt mun hafa varðveitzt af handaverkum
séra Hjalta þykir mér raunar ekki trúlegt, að mönnum á borð
við Matthías Þórðarson fyrrv. þjóðminjavörð og Jón biskup
Helgason hefði sézt yfir þetta verk, væri það eftir Hjalta
18