Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 108

Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 108
harmoniku, það gerði ég stundum í þá daga, mér til gamans, þetta var á sunnudegi og veðrið var yndislegt. Bjarni var við útiverkin og tvö elstu börnin hjá honum. Þegar Bjarni hafði lokið útiverkum, kom hann inn, en þá var byrjað að rökkva. Hann spurði hvar krakkarnir væru. Krakkarnir sagði ég, þau voru hjá þér. Hvað er þetta, segir hann og verður hverft við, hann sagðist hafa sent þau eftir fénu yfir í hálsinn hinu megin ána. Áin var ísi lögð og fénu var beitt í hlíðina hinu megin í dalnum, þegar Bjarni kom inn, var orðið hvasst og lausamjöll- in farin að skafa. Okkur varð öllum bilt við, því það var að gera vonsku veður. Bjarni fór undireins að leita að börnunum og kom heim um miðnætti án þess að finna þau, þá var kominn þreifandi bylur og mikill stormur. Eg var svo lasin að ég komst ekki nema út í dyrnar, ég fór um allt húsið, kveikti ljós og lét í gluggana. Þegar Bjarni kom heim og hafði ekki fundið börnin, urðum við mjög hrygg og héldum að við værum búin að missa börnin okkar. Þá var barið á eldhúsgluggann, þar var kominn bóndinn frá Neðri- Bakka í Langadal og var með börnin með sér. Þau höfðu komist þangað heim. En sagan er ekki búin, þegar börnin fóru að sækja féð yfir í hálsinn, sýndist þeim þau alltaf sjá kindur hærra upp í hlíðinni, en það voru bara steinar. Þegar þau komu upp á hálsinn, var orðið svo hvasst, að þau hröktust undan veðrinu yfír hálsinn. Drengurinn sem þá var aðeins átta ára, vildi fara heim og hélt sig geta það. Þau snéru við, en þegar þau komu upp á hálsinn komust þau ekki lengra, höfðu ekki kjark né kraft til að komast á móti veðrinu. Þau voru svo þarna í skjóli hjá stórum steini, lásu bænirnar sínar og báðu fyrir sér, þau voru búin að vera þarna mjög lengi, reyndu hvað eftir annað að fara upp á hálsinn, en veðrið hrakti þau alltaf aftur niður að steininum, þá sáu þau allt í einu ljós. Þau gengu á ljósið og komu heim að Neðri-Bakka í Langadal. Þá er frá því að segja, að á Neðri-Bakka voru hjónin alltaf vön, að leggja sig í rökkrinu, í þetta skipti gat konan ekki sofnað, hún fór og kveikti ljós á litlum lampa og setti hann út í glugga, settist þar og fór að prjóna eitthvað, sem hún þurfti að sjá til við. Hún sagði síðar, að hún hefði aldrei, nema í þetta f06
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.