Strandapósturinn - 01.06.1974, Síða 69
aðstoð góðra manna, enda voru þau systkini bráðþroska og
komu því fljótt til með vinnu sem létti undir hjá móðurinni
með framfærsluna. Börnin voru látin vinna er þau gátu og
gilti þar jafnt hvort þau voru vandalaus eða hjá foreldrum
sínum, þó að stundum væri gert upp á milli þessara barna.
Svo sem fyrr segir, giftist María Helgadóttir, Ingimundi Þ.
Ingimundarsyni, Guðmundssonar og konu hans Kristíönu
Arnórsdóttur frá Skarði á Snæíjallaströnd við Isafjarðardjúp.
Ingimundur er fæddur 11. september 1894. Hann átti lengst af
heimili á Osi við Steingrímsfjörð, en þar var móðir hans og
eldri bróðir búsett, en föður sinn hafði Ingimundur misst
ungur að árum. Þegar þau María og Ingimundur giftust voru
þau um þrítugt. Hefja þau þá búskap sem algengt var á þeim
árum. En ekki var jarðnæði alltaf á lausu á þeim tímum. Á
árunum 1922 til ársins 1935 eru þau búsett á þremur stöðum í
Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. Þau flytja til Hólmavíkur
1935 og þar eru þau búsett á meðan bæði lifðu. Fremur munu
þau hjón hafa verið fátæk alla tíð eða svo myndi a.m.k. vera
talið nú til dags. Þau eignuðust fimm börn, þrjá syni og tvær
dætur. Öll eru þau börn mikið myndar- og dugnaðarfólk, sem
snemma fór að vinna hjá vandalausum til að létta undir með
heimilishaldi foreldra sinna. Á unglingsaldri voru bræðurnir
komnir á sjóinn, sem hefur æ síðan að mestu verið þeirra
lífsstarf. Dæturnar giftust á heimaslóðum föður síns, þ.e.
vestur við ísafjarðardjúp, en synirnir tveir búsettir á heimaslóð
þ.e. Hólmavík, en einn er búsettur í Reykjavík og er hann
útgerðarmaður og skipstjóri.
María var prúð og hóglát í öllu sínu lífi og lífsstarfi. Hún
átti mikla og einlæga hjartahlýju, samfara hjálpsemi og
einstakri gestrisni. Hún gerði sér aldrei mannamun og börn
áttu alltaf hlýju og trausti að mæta hjá henni. Sama mátti
segja um þá einstaklinga er minnst máttu sín eða voru á
annan hátt olnbogabörn samfélagsins. Hún veitti alltaf það
besta sem hún átti og það var oft umfram þörf. Þannig var
höfðingslund hennar og rausn. Börn löðuðust að henni, því
þau fundu að þar áttu þau trausti og skilningi að mæta.
Ingimundur var langt fram eftir aldri einstakur starfs- og
67