Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 116
Jóhannes frá A sparvík.
Hafa skal það, er
sannara reynist.
Athugasemdir við efni í 7. árg. Strandapóstsins.
Misminni er í grein Filippusar Gunnlaugssonar „Ferð milli
fjarða“. Bátur Guðjóns á Eyri hét „Ebbi“, en ekki Guðrún,
vélbáturinn „Guðrún“ kom alllöngu seinna.
í grein Þuríðar Guðmundsdóttur „Skarað í glæður“, er það
misminni að Eymundur í Bæ hafi átt 200 lítra vínámu á
stokkum árið 1914, heimilisfólk í Bæ frá því ári minnist þess
ekki, heldur hins, að hann átti jafnan vín í gler- og leirbrúsum
í læstu loftherbergi í bárujárnsslegnu geymsluhúsi fremst á
bæjarhlaðinu. Þar var einnig kornbyrða. Sjóarhúsið skammt
frá lendingunni var á árum 1912-14, ólæstur torfkofi, sem
einkum geymdi veiðarfæri og farvið báta.
Innflutningsbann á áfengi gekk í gildi á nýári 1912 og mun
vín í heilum tunnum til einstaklinga ekki hafa átt sér stað eftir
þann tíma, þótt leyfð væri smásala á áfengi fram til nýárs
1915, á þeim birgðum, sem til voru í landinu 1. jan. 1912.
1 grein Þorsteins Matthíassonar „Örnefni. Bjarnarnes“. Er
rangt að Jón Strandfjeld hafi legið úti nokkru eftir 1930. Það
rétta er, að hann mun hafa legið úti haustið 1914. Kristján frá
Garðsstöðum segir alveg fortakslaust í æviminningum sínum
(Af sjónarhóli bls. 386) að Jón hafi legið úti haustið 1914.
Kristján átti þá og ritstýrði blaðinu „Vestra“, en þar birti
Kristján andlátsfregn Jóns, er hann kallar Bassa og reiddist
gamli maðurinn því svo, að Kristján mátti verða af með 5
krónur þegar þeir hittust síðar, sem bætur fyrir dánartilkynn-
inguna. Guðmundur Jóhannsson frá Kleifum, sem þá átti
114