Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 15
ullin kreist með höndum á grindinni. Því næst var ullin þvegin í
sjó eða rennandi vatni og borin út á tún, þar var hún sett í smá
hrúgur svo vatnið rynni betur úr henni. Þegar þurrkur kom var
ullin breidd til þerris.
Onnur aðferð við ullarþvott var svokallaður tunnu eða
stampa þvottur, og mun hann hafa verið algengari sérstaklega ef
um mikla ull var að ræða, þá var lögurinn látinn í stamp eða
tunnu og ullin sett niður í löginn, það þótti hæfilega heitur lögur
ef berfættur maður þoldi að stíga niður í hann, ullin var troðin
niður í tunnuna með berum fótum eins þétt og hægt var en sá er
tróð ullina þvældi hana með fótunum um leið og hann tróð hana
niður. Þegar tunnan var orðin full eða öll ullin var komin í hana
var hún byrgð með pokum eða öðru handbæru svo hitinn héldist
sem best á henni og látin standa þannig í eina til tvær klukku-
stundir, þá var keytan búin að losa öll óhreinindi úr ullinni, að
því búnu var ullin tekin úr tunnunni og þvegin í sjó eða rennandi
vatni þar til vatnið sem lak úr henni var orðið alveg hreint, ekki
mátti taka nema lítið í einu úr tunnunni því þegar ullin kom í
kalt vatn vildu óhreinindin festast í henni, hún varð stöm og ekki
eins hvít á lit eins og æskilegt var, þegar búið var að þvo ullina
var hún borin út á tún og þurrkuð eins og áður er sagt.
Þegar ull var þvegin fóru allir er við það unnu í sín verstu föt
því ullarþvottur þótti óþrifaleg vinna, að ullarþvotti loknum var
farið í bað og fötin sem verið var í þvegin og þurrkuð.
Þegar ullin var orðin þurr var hún flokkuð og var það venju-
lega verk húsmóðurinnar, fyrst var valin úr ull sem var með
mikið þel og vel hvít, úr henni átti að vinna nærföt, úr henni
voru teknir flókar og skæklar, þá var öll mislit ull tekin frá og
farið eins að og með hvítu ullina að flókar og skæklar voru
fjarlægðir, mislita ullin var höfð í betri sokkaplögg og vettlinga,
einnig í rendur í sokka, vettlinga íleppa, herðasjöl og fleira til
skrauts, þá var tekin sú ull sem var gul eða sérstaklega togmikil
og var hún notuð í grófari fatnað svo sem ytri föt þar sem efnið
var ofið í vefstól, sjóvettlinga og sokkaplögg, úrgangsull var
notuð til ýmsra þarfa svo sem í reipi og gjarðir þar sem lítið var
til af hrosshári.
13