Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 18
Þegar hrosshár var spunnið var settur oddmjór síll úr járni í
gegnum vindilinn og niður í rúmstuðulinn og hélt hann hross-
hársvindlinum föstum. Því næst var halasnældan tekin og byrj-
að að spinna hrosshárið, tekin var smá visk úr vindlinum, teygt
úr henni svo hún myndaði þráðarlögun og fest í snúðinn á
halasnældunni, halasnældunni var haldið í hægri hendi, þá var
snældunni snúið með hendinni þar til hæfilegur snúður var
kominn á þráðinn, en með fingrum vinstri handar var haldið við
svo snúðurinn á þræðinum færi ekki of langt að vindlinum.
Þegar hæfilegur snúður var kominn á fyrstu færuna var dregin
með vinstri hendi önnur færa úr vindlinum, hárið jafnað og
snúðnum hleypt á og síðan bætt við snúðinn með því að snúa
halasnældunni og var þetta ótrúlega mikið nákvæmnis verk ef
átti að fá þráðinn jafnsveran og fallegan. Þegar komið var dálítið
af þræði var hann undinn upp á snælduna og svona var haldið
áfram þar til hrosshársvindillinn var búinn. Venja var að vinna
hvem hárlit sér svo þegar reipi eða gjarðir voru fléttuð var
litunum blandað svo þau voru litrík, næstum því skrautleg,
sérstaklega gjarðir sem gátu orðið mjög skrautlegar með alls-
konar mynstri, ef þær voru brugðnar af fagmönnum á því sviði.
Þegar reipi voru fléttuð var hver þráður mældur í hæfilegar
lengdir og vafinn upp þannig að hann drógst innan úr vind-
ingnum jafnóðum og reipitaglið var fléttað, þegar búið var að
flétta ca. 10—15 cm var fléttan lögð tvöföld saman og endarnir
fléttaðir inn í reipitaglið og myndaði það lykkju á enda reip-
taglsins, hver eining var kölluð reipitagl en tvö reipitögl mynd-
uðu eitt reipi. Þegar búið var að flétta reipitagl var benslað fyrir
endann svo það raknaði ekki upp, það mun hafa verið talið
fullgilt reypi sem var þrír faðmar á lengd.
Hrosshár var haft til margra annarra nota eins og í fugla-
snörur við flekaveiði, í snörur við rjúpnaveiði þá var það haft í
þvögur sem þóttu ómissandi á hverjum bæ en þvögur voru
leppar fjórkantaðir prjónaðir úr hrosshári og notaðir við þvott á
ílátum o.fl. Einnig voru dæmi þess að það væri notað til skó-
gerðar, ennfremur með sérstakri verkunaraðferð í sængur og
kodda.
16