Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 20
og vídd snerti, tólf til fimmtán marka fötur munu hafa þótt
hæfileg stærð enda tvær slíkar fötur allþung byrði sérstaklega
þar sem langt var á kvíaból. Mjólkurfötur voru næstum því
jafnvíðar upp úr og var það gert til þess að betra væri að mjólka
í þær, afturá móti voru vatnsfötur hafðar mun þrengri að ofan og
var það gert til þess að vatnið fyki síður úr þeim í vondum
veðrum. Mjólkurfötur voru alltaf með loki (hlemm) svo óhrein-
indi færu ekki í mjólkina á milliferðum í fjós eða kvíar.
Þegar átti að smíða mjólkurfötu var valið rekatré sem lá beint
í og gott var að kljúfa af því. Var sagaður bútur eins langur og
hæðin átti að vera á fötunni, þessi bútur var klofinn niður í þá
breidd og þykkt sem átti að vera á stöfunum en það voru kallaðir
stafir sem fötubelgurinn var settur saman úr, þá voru valdir eins
margir stafir og víddin átti að vera á fötunni, fyrst voru þessir
stafir heflaðir beggja megin þar til þeir voru allir jafn þykkir en
þykktin fékkst jöfn með því að á borðið eða hefilbekkinn sem þeir
voru heflaðir á voru settir tveir trélistar eins þykkir og stafirnir
áttu að vera, hver stafur var lagður á milli þessara lista og
heflaður þar til þykktin var orðin jöfn listunum, þvínæst var að
hefla randimar á stöfunum til þess var notaður hefill með ská-
tönn og var hann stilltur þannig að þegar röndin var hefluð kom
á hana skáflötur og féllu þessir skáfletir svo vel saman þegar
ílátið var girt að það varð alveg vatnshelt, þess má geta að öll
verkfæri er notuð voru við svona smíði voru heima smíðuð.
Þegar búið var að hefla stafina var tekið gyrði en það var úr
rekatré og svo seigt að hægt var að beygja það í hring, girði var
fengið úr trjám sem gott var að kljúfa í lengjur. Girði var haft
mismunandi þykkt og breitt eftir stærð ílátanna sem það var
látið á ef ílátið var lítið var það haft þynnra og mjórra en
breiðara og þykkara ef ilátið var stórt, hök voru sett á endana og
þeim krækt saman og var þá komin gjörð. Þá var stöfunum raðað
inn í gjarðirnar sem voru tvær til þrjár á mjólkurfötum, höfð var
ein gjörð að ofan og önnur að neðan á fyrsta stafinn var sett
klemma bæði ofan og neðan og stöfunum raðað hlið við hlið
allan hringinn þar til kom að síðasta staf þá voru klemmurnar
teknar burt og honum rennt í og girðið þvingað niður á fötu-
18
i