Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 24
hölluðust út frá botni og mest sú er fram vissi, hjólið var úr tré í
það var notaður þriggja til fjögurra tommu þykkur planki sag-
aðir voru tveir bútar af plankanum eins langir og þvermál
hjólsins átti að vera, því næst var hver bútur sagaður í hálfhring
og þeir felldir saman, áður en hjólið var fellt saman var söguð
rauf inn í báða helminga og öxullinn sem var úr tré felldur í
raufamar sem voru það djúpar að helmingarnir féllu saman.
Oxullinn sem var úr tré eins og áður var sagt var þannig lagaður
að í miðju var hann kantaður á bili sem nam hjólþykktinni og
sat hjólið þannig fast á öxlinum þegar kom út fyrir hjólþykktina
var öxullinn tálgaður sívalur fram á báða enda þegar búið var að
fella öxulinn í hjólið var það sett saman. Stundum var það
stikkneglt eða sett saman á göddum líkt og tunnubotn (stundum
var það límt saman með lími sem kallað var snikkaralím utan á
hliðar hjólsins voru oft settar þynnur úr málmi svo samskeytin
biluðu ekki. Jámgjarðir voru settar sitt hvoru megin frá á hjólið
og gerðu þær bæði að halda því saman og verja það sliti. Á báða
enda öxulsins voru settar járngjarðir, þvínæst var tekinn járnsí-
valningur ca. VA cm í þvermál og sagaðir af honum tveir bútar
um það bil 15 cm langir, annar endi hvers þeirra var hitaður og
sleginn fram í odd og hafður kantaður en hinn endinn var
sívalur. Þá var borað fyrir þeim inn í enda tréöxulsins beggja
megin og þeir reknir hæfilega langt inn svo sívali hlutinn stóð út
úr, þvínæst var tekið flatjám og af því tveir 25 cm langir bútar.
Beygð lykkja annan endann og boruð göt á hinn hlutann eins
mörg og þurfa þótti og þeir negldir neðan á hjólbörukjálkana
fremst en áður var jámöxlunum í hjólinu stungið í beygjurnar á
flatjáminu neðan á kjálkunum, þá voru hjólbörurnar tilbúnar til
aksturs, eftir því sem hjólið var þykkra var betra að aka bör-
unum, þær voru stöðugri, tóku minni hliðarsveiflur og sukku
minna í á raklendi.
Eitt af mörguin áhöldum sem notuð voru í gamla daga var
mykjuberi í daglegu tali kallaður beri. Það var kassi allsterklegur
ca. 60 cm á lengd og 40 cm á breidd. Þrjár hliðar hans voru
lóðréttar en framhliðin hallaðist töluvert fram og var mykju-
berinn í laginu svipaður austurtrogi í bát, nema hvað hann var