Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 27
fallegri, þriðja eggjárnið skar upp úr miðjunni þar sem götin
komu á töluna, fjórða var mjór oddur sem gekk niður í beinið og
stjómaði hringferð áhaldsins, á eftir voru boruð göt á töluna.
Þessi eggjám voru mislöng og var ysta járnið lengst, allar
lengdirnar urðu að passa saman svo talan skærist rétt úr beininu.
Ur hvalbeini voru smíðaðar skeiðar þar á meðal svokallaðar
meðalaskeiðar, þá voru lyf yfirleitt þannig að þau voru afgreidd
sem vökvi í glösum og varð þá að telja ákveðinn fjölda af dropum
fyrir hverja inntöku. Droparnir voru taldir í skeið og þóttu þessar
litlu skeiðar hentugar til þeirra nota.
Margt fleira var smíðað úr hvalbeini svo sem hagldir á reipi
og reiðingsgjarðir, einnig seilanálar og netanálar. Þá var hval-
bein sett undir sleðakjálka og þótti gefast vel, þegar hvalbein var
sett á beygjur voru sagaðar margar raufar í það innanvert og var
þá hægt að beygja það án þess að það brotnaði. Rifbein úr
hvölum voru notuð sem hlunnar undir báta við upp- og niður-
setningu, stundum var hvalbeinið fellt niður á eikarstokka og
kjölur bátsins látinn renna eftir hvalbeininu, oft voru rifbein úr
hvölum notuð sem árefti við byggingu útihúsa, algengt var að
nota hryggjarliði úr stærri hvölum sem sæti í hlóðaeldhúsi og
víðar.
Eitt af mörgu sem varð að vera til á hverju heimili voru
bandprjónar, meiri hluti nærfatnaðar var handprjónaður þó
nokkuð væri um ofin nærföt (vaðmálsföt). Bandprjónar voru
heimasmíðaðir að nokkru leyti þá þeir fengjust oftastnær í
verslunum. Þessir heimasmíðuðu bandprjónar voru úr eirvír og
var hægt að hafa þá í ýmsum lengdum og gildleika og þótti það
mikið hagræði.
Þegar bandprjónar voru smíðaðir var notað áhald sem ég man
ekki nafnið á en mun kalla Dráttarlöð, þetta áhald var staðsett í
járnsmiðju og lá meðfram öðrum langvegg smiðjunnar innst við
gafl var öxull úr tré festur á tvær uppistöður er voru rammlega
festar í gólfið svo þær gætu ekki haggast við allmikil átök úr
hverjum enda tréöxulsins voru sívalir járnteinar er lágu í járn-
beygjum er festar voru á uppistöðurnar. Annar teinninn náði út
fyrir uppistöðuna og var þá kantaður, upp á þann enda kom
25