Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 31

Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 31
sjálfsögðu lagður bæði á ytri og innri brún vegghleðslunnar allan hringinn. Stundum voru ristir strengir til þessara nota og var önnur röndin höfð þykkri, þvínæst var fyllt upp í vegginn með mold og hún troðin eins þétt og hægt var, þá var hlaðið steinum ofan á strenginn á báðar veggbrúnir og fyllt upp í með mold, þvínæst kom strengur og svo koll af kolli þar til veggirnir voru komnir í þá hæð sem ætlað var. Ef veggir voru óvenju háir eða sérstaklega vandað til hleðsl- unnar var tyrft yfir vegginn á einum eða tveim stöðum þannig, þegar búið var að molda strengjalagið og troða moldina var tyrft með heilum torfum sem náðu yfir vegginn milli brúna og var það kallað að binda vegginn. Oftast var þetta gert þegar vegghæðin var hálfnuð og bindingin þá á einum stað. Betra þótti að hlaða veggi að vori og láta þá síga yfir sumarið og setja þakið á að hausti, ef veggir stóðu allt sumarið þótti öruggara að tyrfa yfir þá svo moldin i veggjunum blotnaði ekki, því ef hún blotnaði var hætta á að vetrarfrost sprengdu vegg- hleðsluna. Þar sem dyr áttu að koma voru hlaðnir kampar eins og veggþyktin var, bil á milli dyra var því eins og stöplar en ekki heill veggur. Þá var komið að því að reisa húsið. Byrjað var á því að grafa fyrir stoðarsteinum. Það var mjög áríðandi að þeir væru á grunni sem ekki sigi, ef stoðarmænisássteinn var svo illa frágenginn að hann sigi varð kjölur hússins mishár og þóttu það mikil lýti á útliti hússins. Enn verra var ef vegglægjustoðir sigu því þá myndaðist gáttaglenna milli veggs og þaks. Stoðarsteinar voru eins margir og með þurfti en það fór eftir lengd hússins. Stoðar- steinar voru yfirleitt nokkuð stórir og flatir svo stoðarendinn hefði gott sæti á steininum og gæti ekki runnið til. Þá var að ákveða hve hátt risið á húsinu átti að vera en lengd mæniás- stoðanna fór eftir því. Mæniásstoðir voru venjulega mjög sterk- legar, endastoðir ca. 8 tommur í þvermál en millistoðir 6 til 8 tommur eftir því hvernig tré voru fyrir hendi til þeirra nota, lengd mæniásstoða fór eftir hæð á risi eins og áður er getið, ekki mátti saga þær allar jafnlangar í byrjun því stoðarsteinar voru misháir og misdjúpt niðurgrafnir. Þegar endastoðirnar voru til- 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.