Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 34
standa alllengi og síga áður en hægt var að halda áfram með
bygginguna, ef veggirnir fengu ekki að síga nægilega áttu menn
vísar veggjaglennur sem erfitt gat verið að byrgja, en veggja-
glennur var það kallað þegar opnaðist bil á milli veggs og þaks.
Gripahús voru mjög misjafnlega innréttuð. Hesthús með
stalli. Fjós með jötu. Fjárhús með jötu. Stallur í hesthúsi var
venjulega það hár að hesturinn þurfti ekki að beygja höfuðið
þegar hann át fóðrið, þar sem fáir hestar voru á bæ var stallurinn
byggður upp við vegg en væru þeir svo margir að ekki kæmust
allir á stallinn var hann oft hlaðinn eftir miðju húsi og kró beggja
megin, þar sem svoleiðis stallur var, var sett skilrúm langs eftir
honum miðjum, svo hestar næðu ekki til að bítast yfir stallinn.
Oftast stóðu hesthús ein sér í útjaðri túns og var það gert til að
verjast ágangi á túnið af völdum hrossa er einhverra orsaka
vegna þurfti að hýsa á sumrin.
Fjós voru venjulega innréttuð þannig að sett voru upp
grindaskilrúm er afmörkuðu bása fyrir kýmar. Ef fjósið var stórt
gátu þessir básar orðið allmargir, frá bás að vegg var dálítið bil
sem kallað var jata, í hana var fóðrið látið. Þegar margir básar
voru í röð var þessu bili skipt niður í jötur, ein jata fyrir hvern
bás. Þegar fóðrið var gefið varð að fara með það upp í básinn
fram með kúnni til að koma því í jötuna, síðar var farið að hafa
gang á bak við jötuna, sem var kallaður gjafagangur og var að
því mikið hagræði. Fyrir aftan básinn kom flórinn, allvíða var
hann lagður hellugrjóti en á rekajörðum mun hann oftast hafa
verið úr söguðum rekaviði, ennfremur flórstokkurinn en hann
var þar sem bás og flór mættust. Flórinn var nokkuð niðurgraf-
inn til að taka á móti mykju og þvagi er barst frá kúnum. Fyrir
aftan flórinn var dálítill stallur eða brík þar sem hægt var að
setja frá sér mjólkurfötur, uppi yfir hverri jötu var sett sterkleg rá
eða rengla sem kölluð var busla, hún var fest í þeirri hæð að
þegar kýrin át fóðrið úr jötunni nam renglan við herðakamb
hennar og vamaði því að hún stigi upp í jötuna. Jötubotninn var
í sömu hæð og gólfið í básnum og urðu kýrnar að beygja höfuðin
niður þegar þær átu fóðrið.
Elstu fjárhús sem ég man eftir munu hafa verið byggð 1867, sá
32