Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 39
Húnaþingi. Þau settust að úti og eignuðust tvo syni, sem nú eru
þar búsettir. Þeir eru stórkarlar þessir hálfbræður mínir, gengu
víst menntaveginn og græddu á tá og fingri. Faðir minn dó úti í
Höfn og lét brenna sig. Sonur hans kom með öskuna heim og
hún var varðveitt í Ámeskirkju.
Ég ólst upp á Hafnarhólmi hjá Ólöfu Jörundardóttur. Jör-
undur, faðir hennar var sonur Gísla „ríka“ í Bæ. Hjá henni var
ég fram yfir fermingu. Hún kom mér í kristinna manna tölu og
séra Hans á Stað fermdi mig í kirkjunni á Kaldrananesi.
Skömmu seinna dó hún frá mér blessunin, og þá fannst mér ég
vera einstæðingur í heiminum, því að hún var — mín móðir —.
Eftir lát fóstru minnar fór ég að Gautshamri til Þórðar
Bjarnasonar. Hann var mikill hákarlakarl og reri frá Gjögri. Svo
flutti hann frá Hamri og keypti Kleifana af Guðjóni Guðlaugs-
syni alþingismanni, þegar hann hætti að búa og fór til Hólma-
víkur. Það var fjörugt við Steingrímsfjörð þegar gömlu bænd-
umir voru þar. Þetta er orðið núll núna móti því sem áður var.
Það urðu þáttaskil í lífi mínu þegar ég eftir þriggja ára dvöl
hjá Þórði Bjamasyni fór til Guðjóns Guðlaugssonar. Þar var
sífellt vesen ýmist fiskþurrkun, heyskapur eða snúningar. Ég
kunni ekki við mig og fór þaðan eftir eitt ár, og þá til ísafjarðar til
Bjarna keyrara. Hjá honum var ég aðstoðarkeyrari, hafði tvo
hesta fyrir vagninum og fór með vöru um allan bæ.
Svo réði ég mig til sjóróðra út í Bolungarvík hjá Sigurði
Kárasyni. Þar var nú stundum strembið, maður. — Setja fram,
róa, og taka upp aftur eftir hvern róður. Þá var enginn brim-
brjótur og lendingin mjög slæm. Þó við værum að ryðja vörina á
kvöldin og taka úr henni stærsta grjótið, gat hún verið orðin eins
eða verri að morgni, ef brimað hafði um nóttina.
Sigurður Kárason drukknaði seinna þegar hann var við sjó-
róðra á Steingrímsfirði. Slysið varð fram undan Drangsnesi, og
að því sjónarvottar í landi,en engri björgun varð við komið.
Næst lá svo leiðin til Siglufjarðar. Þar var mest silfurs von. Ég
réði mig hjá norskum karli, sem hét Roald og vann hjá honum á
37