Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 41
nógu hátt. Auðvitað vildi hann ekki hækka við mig, en svo fóru
þó leikar, að ég hafði mitt fram. Þarna var ég eftir þetta í þrjú ár.
En þá gerði ég helvítis feil. — Ég hafði leigt hjá íslenzkri ekkju og
þegar hér var komið vildi hún ólm fara upp til íslands og ég féllst
á að fylgja henni heim. Við tókum okkur far með íslandinu og
komum til Reykjavíkur eftir nokkra daga.
Já, þetta var ljóta helvítis vitleysan. Eg átti aldrei að fara frá
Höfn. Hér var ekkert að hafa nema slitrótta tímavinnu við
höfnina — bara á eyrinni og við höfnina. — Ekkert fast og svo
var maður einn góðan veðurdag orðinn gamall og kominn á
ellilaun.
— Nei ég hef aldrei verið í kvennastússi, a.m.k. ekki hér heima
á fslandi. Þar getur hver étið sitt án minnar íhlutunar.
— Að mála. Já — það var nú einmitt stóra augnablikið.
Ég var kominn á ellilaunin og var á rölti niðri í Bankastræti
einn góðan veðurdag. Þá mæti ég Jóhannesi Kjarval. Hann var
með striga í hendinni og ætlaði að fara að mála mynd.
Eg þekkti Kjarval dálítið, svo ég vík mér að honum og segi:
„Helvíti er nú gaman að geta málað, ferðast út um sveitir og
málað það sem manni passar.“
Hann segir:
„Blessaður vertu, þama er Málarinn. Farðu inn í búðina,
kauptu striga, pensla og liti, farðu svo að mála.“
— Það er nú nokkuð gott að segja þetta við ólærðan mann —
svara ég.
,JÚ, gerðu þetta bara. Þú þarft ekkert að læra. Þetta kemur af
sjálfu sér.“
— Já, en það kostar fleiri hundruð krónur að kaupa þetta. —
„Bölvuð vitleysa. Þetta kemur allt í hendi. Það þýðir ekkert að
hugsa svona, þá kemst þú aldrei áfram.“
Þama eys karlinn úr sér viskunni, svo ég fór hálfpartinn að
trúa honum.
— Aég að trúa þér? — segi ég.
,Já, já“, segir hann. „Málaðu bara það sem þér dettur í hug
meðan þú ert að byrja.“
39