Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 42
Ég kveð svo Jóhannes Kjarval og rölti hugsandi yfir í Málar-
ann. Ég þekkti Helga, faktorinn, og segi honum frá ráðlegging-
um Kjarvals.
Helgi hló, en ég kaupi nú samt striga í eina smámynd, pensla
og einar 3—4 sortir af litum — aðalliti. En nú versnaði í því, ég
hafði ekki nóga peninga.
„Nú, ég verð að lána þér þetta“, sagði Helgi, og svo labbaði ég
heim til mín, þangað sem ég bjó þá í Hamrahlíðinni, með þetta
dót.
— Já, sannarlega var það Jóhannesi Kjarval að þakka, að ég
fann sjálfan mig, þótt seint væri, og fór að mála.
Þegar heim kom byrjaði ég strax að grufla yfir því hvað ég ætti
nú að mála — á hverju skyldi byrja. Eg átti ljósmynd af Hjálp í
Þjórsárdal og hún varð fyrsta modelið.
Seinna tók Sigurður uppboðshaldari þetta málverk fyrir mig
og seldi það á uppboði einhverri konu, að mig minnir fyrir
þúsund krónur.
Og nú byrjaði ballið, lagsmaður. Setja hausinn í bleyti — fara
útá land — finna fallega staði og mála — mála. Eg fór fyrir
Jökul. — Margar mínar myndir eru undan Jökli. Dritvík —
Öndverðarnes—Jökullinn sjálfur séður frá Breiðuvík. Eg réðist
á Lóndranga og Þúfnaberg. Þar sem, „Kolbeinn sat efst á
klettanöf og kvaðst á við hann í neðra.“
Eg réðst svo sem ekki í neitt smávegis fyrst, enda var ég
stundum þreyttur.
— Og nú tekur málarinn stafina sína tvo og staulast að mál-
verkahlaðanum. Þar kennir margra grasa. —
— Já, ég er búinn að fara um allt landið nema Öræfin og
Borgarfjörð eystra.
Rauðisandur í öllum regnbogans litum, þegar sjórinn flæðir
út af sandinum — Sjöundará, frægur staður. Út í Skor, þaðan
lagði Eggert Ólafsson í sína síðustu för. Melanes, þar sem ívar
karlinn býr. Skriðuklaustur, þar bjó skáldið.
Mývatn. Ég hef mikið málað af dröngum. Eg er spenntur fyrir
dröngum og vogum. Strandirnar — Já, það var erfitt að ferðast
inn Strandirnar, málaði sumi eftir minni. Hér er Hvítserkur.
40