Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 43
Grímsey, falleg mynd. Kleifar, Hafnarhólmur og Hamar.
Kaldrananes, þar sem ég var fermdur. Þarna er kirkjan. Eyjar,
varpið, fuglarnir og heiðin fyrir ofan.
Ég hef mikið yndi af að mála, get ekki sofið fyrir áhuga. Þetta
er svakalega mikil vinna.
Gróðinn hefur nú ekki verið mikill, efnið er dýrt og ég hef selt
„billega“. Þessir abstraktmálarar selja rándýrt. Ég vil ekki líta á
svoleiðis rusl. Þetta er bara fúsk. Það má heldur ekki selja of
„billega“, það eyðileggur bara fyrir öðrum. En það er eins og
listfræðingurinn segir, „fólk er óútreiknanlegt í vali.“
Sjáðu, þetta er Svínafell í Oræfum. Það er fjórbýli þar. Svona
er staðurinn: bóndabær, tún og skógur.
Það bezta sem fólk getur kosið sér er nóg að starfa og gott
kaup. Hefði ég heila fætur færi ég út á land. Ég er leiður á þessu
borgarlífi. Fagurt landslag í sveit á sumrin. Það er alveg dásam-
legt. Mér er sama þó ég væri í tjaldi norður á Bjarnarnesi, jafnvel
einn. Betra þó að vera tveir saman, ef báðir eru hneigðir fyrir að
skynja fjölbreytni náttúrunnar og lifandi list.
Nú er ég á öðru ári yfir áttrætt og ég ætla að halda sýningu í
september. Sjáðu þessa mynd hérna. Veiztu hvað þetta er —
Nei, það er ekki von. En þetta er fífa. Úr henni voru snúnir
kveikir í lýsislampana í gamla daga.
Listamannsferillinn er ekki langur — onei — aðeins síðan ég
komst á ellilaunin og hitti hann Jóhannes Kjarval í Banka-
strætinu.
Manninn, sem vísaði mér veginn er gerði elliárin bærileg.
Þ.M.
41