Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 44
Matthildur Guðmundsdóttir frá Bœ:
Bernsku-
minningar
Endurminningar
um messudag 1915
Um það leyti sem blámóða júní nætur var að þoka fyrir
skínandi birtu nýs dags, vaknaði Hildur litla í holunni sinni hjá
mömmu. strax skynjaði hún, að eitthvað sérstaklega gleðilegt átti
að ske í dag, Já, nú mundi hún það allt í einu, að það átti að
messa á Stað í dag.
Heit bylgja gleði og eftirvæntingar fór um sál litlu stúlkunnar,
svo hún ætlaði varla geta legið kyrr, en hún vissi að hún mátti
alls ekkivekja mömmu sina, sem hafði háttað seint, dauðþreytt
eftir allan undirbúning messudagsins, já, það var nú meiri til-
standið þvílík ósköp sem bakað var af kleinum, pönnukökum og
jólakökum svo hægt væri að gefa öllum sem komu til kirkjunnar
kaffi.
Og ekki nóg með allan þennan bakstur, heldur þurfti líka að
þrífa allt og hvítskúra gólfin með sandi, út á ysta þröskuld.
Núna var hún alveg hissa hvað fullorðna fólkið gat sofið lengi,
því engin hreyfing heyrðist ennþá neinstaðar frá, svo enn varð
hún að liggja kyrr um stund. En hvað var nú þetta, var það ekki
kaffilykt sem hún fann, þá hlutu stúlkurnar að vera komnar á
fætur, þá beið Hildur ekki lengur, en smeygði sér ósköp varlega
fram á gólfið.
42