Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 45
Mamma hafði lagt fötin hennar snyrtilega saman brotin á stól
við rúmið, nú tók hún þau í fangið og læddist hljóðlega út úr
herberginu, ferðinni var heitið í norðurhúsið til ömmu.
Nei, ertu bara vöknuð lambið mitt ég skal hjálpa þér að
klæðast svo þú komist úr í góða veðrið sagði amma, sem var
þegar komin í fellingapilsið sitt og dagtreyjuna en átti bara eftir
að næla á sig skotthúfuna.
Nú hneppi ég fyrir þig kjólnum og svo skaltu signa þig, og fara
með fallegu morgunbænina sem ég kenndi þér.
Hildur litla spennti greipar og byrjapði að lesa.
Nú er ég klœddur og komin á ról
Kristur Jesús veri mitt skjól
í guðsótta gefðu mér
að gangi í dag svo líki þér
fegin vil ég fylgja þér
faðir himnum á
haltu Guð í hendi á mér
hólþin ver ég þá.
Nú skaltu fara fram til stúlknanna, og fá þér að drekka, Hildur
litla lét ekki segja sér það tvisvar, en skautst eins og léttfætt hind
niður stigann, og fram í búr, þar var allt komið í fullan gang,
Ásta og Stína voru að fara í fjósið til að mjólka en Guðrún
ráðskona var að setja á eldavélina stóra pottinn sem átti að flóa í
mjólkina til skyrgerðar, og seinna um daginn mundi hann líka
verða notaður til að hita vatnið í kaffið fyrir kirkjugestina, hún
gaf svo Hildi mjólk og jólaköku og sagði við hana, nu skalt þú
flýta þér út og fylgjast vel með þegar fólkið fer að koma ríðandi
úr öllum áttum, og svo áttu líka að reka kýrnar þegar búið er að
mjólka, og ef þú sérð Svenna vinnumann þá beiddu hann að
finna mig, því ég á héma fullan brennara af ómöluðu kaffi sem
ég ætla að biðja hann að mala, og líka þarf að bera inn eldivið
upp á daginn.
Hildur litla heyrði ekki meira af því sem Guðrún sagði, því
hún hraðaði sér sem mest mátti út úr bænum, ó, þvílíkt dýrðar
43