Strandapósturinn - 01.06.1982, Síða 46
veður logn og glampandi sól, flugumar suðuðu og fuglarnir
sungu, og litli heimalingurinn kom á harða spretti á móti henni,
jarmaði og rak fram snoppuna í leit að mjólkinni sinni.
Já, það var sannarlega í mörg horn að líta, en hún ætlaði að
flýta sér að gefa lambinu og reka kýrnar, svo hún gæti ótrufluð
fylgst með því þegar fólkið færi að koma til kirkjunnar, hún
hlakkaði svo til að sjá þessa stóru hópa af ríðandi fólki sem kæmi
úr öllum áttum innan frá dölum og utan af strönd.
Inni í bænum var mikill ys og þys, stúlkurnar kepptust við að
klára morgunverkin svo þær gætu líka farið að búa sig.
Prófasturinn sat við borðið í skrifstofu sinni og var að yfirfara
ræðu dagsins í síðasta sinn, Anna kona hans kom í dyrnar hún
sagði, nú verðum við að hafa hraðan á við að klæðast, því nú sést
til fyrstu kirkjugestanna og mikið rétt á melunum fremst í daln-
um sást hópur af ríðandi fólki, þetta sá Hildur líka og hraðaði sér
að réttinni þar sem hestamir voru venjulega geymdir á meðan
messað var.
Hún vildi ekki missa af því að sjá hvað konurnar voru fínar
allar riðu þær í söðlum, og þa 'voru reiðfötin ómissandi, og sumar
þær efnuðustu voru jafnvel með fína hatta sem bundnir voru
með slöri undir hökuna, það var heilt ævintýri að fylgjast með
því þegar þær voru að fara úr reiðfötunum og lagt sig til.
Enn mest var þó gaman að sjá er þær tóku af ser hattana hvað
sniðuglega þær höfðu komið skotthúfunni fyrir undir þeim með
því að vefja skúfinn utanum hólkinn og stinga svo öllu saman
undir hattinn.
Peysufatasjölin höfðu þær flestar í hvítum poka vandlega
bundinn við söðulbogann, svo allt var til taks er leggja átti
síðustu hönd á búnaðinn, áður en farið var í kirkjuna.
Og alltaf fjölgaði fólkinu við réttina, já, þetta var áreiðanlega
Bjami meðhjálpari og með honum kona hans og tvær dætur sú
yngri var jafngömul Hildi og sérstök vinkona hennar, þær
heilsuðust feimnislega en fóru þó fljótlega að hoppa og skoppa
þarna í kring og skoða alla fallegu söðiana sem búið var að láta á
réttarvegginn og ráðgerðu jafnvel að fá sér góðan reiðsprett í
þeim seinna um daginn.
44