Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 48
dansað, eins fannst mér fjarska skrýtið að sjá pabba vera að
dansa við Onnu föðursystur mína, en ekki við mömmu, hún
dansaði aldrei vegna svima, þetta hlaut að vera voðalega gaman,
ég sá að eldri systkini mín voru svo fjarska glöð og virtust
skemmta sér alveg konunglega, en ég var dálítið leið þar til
einhver af unga fólkinu dreif mig út á gólfið til að hoppa með,
það var fjarska gaman og víst var ég fljót að læra sporið, þótt það
hafi sjálfsagt ekki verið á þessari fyrstu danssamkomu.
Ekki mun samt skemmtanahald í Steingrímsfirði hafa verið
neitt frábrugðið því sem var í öðrum byggðarlögum á þessum
tíma, hvortveggja var að unga fólkið fór að sækja skóla og ýmis-
konar atvinnu í önnur byggðalög að vetrinum, og líka kom
margt aðkomufólk til okkar á sumrin í sambandi við fisk og
síldveiðar sem fóru ört vaxandi á árunum eftir 1920.
Þá var líka allt skemmtanahald komið á hærra stig en það sem
ég nefni fyrst, bæði voru æfðir blandaðir kórar og færð upp
leikrit fleiri en eitt á hverjum vetri, auðvitað flest á Hólmavík.
En það var ekki alltaf auðvelt að fá leyfi til að sækja þær
skemmtanir og ég man ekki eftir að hafa farið nema í eitt skipti á
leiksýningu og dans á Hólmavík fyrr en eftir fermingu.
En sú ferð var líka svo eftirminnileg að hún gleymist víst ekki,
þetta mun hafa verið veturinn 1917, þá var ég á þrettánda árinu
og fannst ég víst vera orðin það fullorðin að ég mætti fylgja eldri
systkyninunum eftir.
Nú var það á þrettándanum þennan umrædda vetur, að halda
átti heljar mikla skemmtun á Hólmavík, með leiksýningu
karlakórsöng, ræðuhöldum og dansi, auðvitað varð unga fólkið
alveg upptendrað af tilhlökkum og eftirvæntingu þegar hrað-
boði kom með þessa glæsilegu auglýsingu til okkar að Bæ.
Það var Ingimar sonur Jóns kennara á Drangnesi sem kom
með hana, og auðvita var strax slegið upp fundi til að ræða
möguleika á að fá farkost til að flytja okkur á ballið, og endirinn
á þessu varð sá, að þeir huguðustu fóru á fund pabba, til að biðja
um að fá lánaðan bátinn hans Víking, svo — af ferðinni gæti
orðið.
Mér er ekki grunlaust um að erfiðlega hafi gengið að fá hann
46