Strandapósturinn - 01.06.1982, Side 49
til að samþykkja ráðagerð okkar, og hreint nei í fyrstu lotu, þar
til tengdasonur hans lofaði að taka á sig alla ábyrgð á bát og
farþegum.
Pabbi vissi að Guðmundur Magnússon var þaulvanur og
gætinn sjómaður, og svo var hann líka elstur af þessum ballóða
lýð, sem reyndist verða tólf manns frá Bæ og Drangnesi og
eitthvað fleira slæddist með, frá Hafnarhólmi man ég eftir Láru
móður hins landskunna Ragnars Bjarnasonar og einnig Jakob-
ínu Guðmundsdóttir sem seinna varð mágkona mín.
Nú rann upp þessi langþráði dagur, og mikill var spenning-
urinn meðan verið var að búa sig, veðrið var sæmilegt ennþá, en
búist var við að hann mundi herða á norðan áttinni þegar liði á
daginn, nú er lagt á stað frá Bæ upp úr nóni siglt í góðum byr
að Drangnesi, þar átti að taka alla hina farþegana, þar gekk nú
greiðlega fyrir sig en þeim gætnari fannst við vera orðin
ískyggilega mörg, og lá við að yrði að stafla okkur í bátinn eins og
mjölpokum, en enginn virtist setja það fyrir sig, utan ein gömul
kona sem endilega vildi fá far með okkúr, hún var voðalega
sjóhrædd, að hún byrjaði að hljóða strax og búið var að setja upp
seglið og dálítið skrið var komið á bátinn.
Nú voru góð ráð dýr, því formaður sá að enginn mundi þola að
hlusta á þessi áhljóð alla leiðina, svo hann vatt ser að kellu þreif í
öxl hennar og sagði, ef þú þegir ekki eins og steinn skal ég kasta
þér i land á næsta nesi, þetta hafði tilætluð áhrif, og ekkert hljóð
kom yfir varir gömlu komunnar utan stunur þegar sjóinn skóf
yfir bátinn á bæði borð, því mikið var siglt, en nóg um það, á
leiðarenda komust við án stór áfalla.
Það var lítill kaupstaðabragur á Hólmavík þeirra tíma, ég
hygg að hægt hefði verið að telja húsin þar á fingrum annarar
handar, eða kannski rúmlega það, en hvað um það, þetta var þó
fyrir heitna landið í svipinn.
En nú var eftir að vita hvort hægt væri að komast einhvers-
staðar inn, til þess að fá sér hressingu og hafa fataskipti.
Jú, það upplýstist af kaffi yrði selt á Björnshúsi á meðan
samkoman stæði yfir, — en þá var eftir að finna afdrep til að búa
sig í ballfötin, en það leystist þannig, að kaupfélagsstjórinn sem
47