Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 50
þá var Sigurjón Sigurðsson bróðir Stefáns skálds í Hvítadal, þeir
bræður báðir voru góðir vinir pabba, og höfðu verið hásetar hjá
honum fyrr á árum, í trausti þessarar vináttu var nú leitað til
Sigurjóns, hann tók okkur ljúfmannlega og leyfði að við mættum
vera í herbergi sem hann svo benti okkur á.
Varð þá mikill handagangur, því nú þurftu allir að flýta sér,
mjög var orðið á daginn liðið, og stutt í það að samkoman ætti að
hefjast.
Lítið man ég eftir skemmti atriðunum nema dansinum, enda
var hann aðal tilhlökkunar efnið, þótt músikkin væri kannski í
frumstæðasta lagi, bara spilað á eina harmonikku, þá hrifu
þessir dásamlegu tónar mig upp í sjöunda himin, og svo mun
hafa verið um fleiri, því dansað var af svo miklu fjöri, að alveg
gleymdist að gá til veðurs fyrr en komið var undir morgun, en þá
var orðið ljótt um að litast, komið var hífandi rok með snjókomu,
svo allir voru þarna veðurtepptir, var þá ekki um annað að ræða,
en halda áfram að dansa meðan úthald leyfði.
Veðrinu slotaði eitthvað undur kvöld á sunnudag, og var á
hleypt yfir fjörðinn í hálf vitlausu veðri, og síðan barið út með
landi uns Hafnarhólmi varð náð, þar var báturinn settur á land,
og stoppað smástund og drukkið kaffi.
Síðan lögðum við land undir fót, í kaf ófærð og hryssings veðri,
heim náðum við svo á síðasta háttatíma úrvinda af þreytu og
sulti, eitthvað hef ég víst verið illa á mig komin, því sagt var við
mig, kannski biður þú ekki um að fara á ball strax aftur, og
sjálfsagt hefur það reynst rétt.
Maður er alveg undrandi, á því hvað fólk gat lagt á sig í
sambandi við skemmtanahaldið að vetrinum að dreifbýlinu, og
hugkvæmin við að finna skemmtiefni var alveg makalaus, til
dæmis var það veturinn 1925 að Kvenfélagið Snót í Kaldrana-
neshreppi ákvað að halda matreiðslunámskeið var þá leitað til
Magndísar Aradóttur á Drangnesi um að fá pláss hjá henni, hún
var annáluð fyrir þrifnað og myndarskap, og einnig var þar
langbesta húsnæðið i sveitinni á þeim tíma.
Nú var fenginn kennari frá Kvenfélagasambandi Islandi, það
48