Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 54
hjá mér. Og svo var hitt að ekki vildi ég láta henda mig það
sama, og yngri systur mína, sem var lánuð þangað um sumarið,
hún strauk heim eftir stutta dvöl.
Hann er sannarlega minnisstæður þessi vetur, fyrir marga-
hluta sakir, og má þar nefna fyrst, hinar miklu frosthörkur sem
eru þær mestu sem ég hef lifað, á minni löngu æfi. Til marks um
það, má geta þess, að snemma í janúar rak ís inn á firði og flóa,
sem fraus svo saman á örstuttum tíma, þannig að hægt var að
ganga yfir Húnaflóa alla leið inn i Bitru.
Mér er það svo minnisstætt, þegar húsbóndi minn sendi tvo
menn með hest og sleða til að sækja stúlku inn að Brunngili í
Bitru, þá var farið þvert yfir flóann, sem ekki var nein venjuleg
þjóðleið fyrir gangandi fólk, en þannig var þá að allar sam-
göngur í Steingrímsfirði fóru fram á ís, matvöru og annan
varning sóttu menn á sleðum til Hólmavíkur. Það væri gaman
að eiga mynd af því, þegar menn sigldu á sleðum í stað báta, til
að sækja björg í bú, en sú nútíma tækni var þá óþekkt á
Ströndum.
Það er margt sem gerir mér þennan vetur á Bjarnarnesi
minnisstæðan, leiðindi myrkur og kuldi er skýrast í minning-
unni, þá sérstaklega kuldinn, til marks um það, skal ég geta þess,
að stundum fraus í koppunum á næturnar, og ekki var nóg með
það, að frostið væri mikið, heldur var líka allt á kafi í snjó.
Vel man ég einn sunnudag seint á þorranum, þá var ég
eitthvað svo döpur og leið, að ég bað húsmóður mína leyfis, að
fara út að ganga, það var leyft, ósjálfrátt labbaði ég götuna í
áttina að Bæ, og nam ekki staðar fyrr en á svo kölluðu móholti,
þaðan sást vel heim, nú sest ég þarna á stóran stein er stóð upp úr
fannhafinu og mændi heim að Bæ. Ekki var víst laust við að ég
vatnaði dálítið músum yfir þessu mótlæti, að mega ekki fara alla
leið heim, lengi sat ég kyrr á sama steininum uns birtu var tekið
að bregða, þá loksins drattaðist ég á stað áleiðis að Bjarnar
nesi.
Heldur voru þurrlegar móttökurnar sem ég fékk, og marg
spurð, hvort ég hefði stolist heim að Bæ, sem ég neitaði afdrátt-
arlaust. Einhvern veginn liði svo þessar vikur, sem eftir voru af
52
J