Strandapósturinn - 01.06.1982, Qupperneq 55
dvöl minni þama, og mikil var gleðin að komast aftur heim til
mömmu og pabba á glaða og góða æskuheimilið mitt.
Mig langar að rifja upp, eina mína kærustu — æsku minn-
ingu, og auðvitað er hún tengd jólum. Við vorum mörg systkinin
og ekki alltaf úr miklu að spila, til að kaupa fatnað fyrir jólin,
móðir mín hafði keypt efni í pils á okkur systurnar þrjár, nú er
farið að sníða og sauma, rétt fyrir jól, en þá kom sá vandi aðefnið
dugði ekki nema í tvö pils, og talað var um að ég fengi pils seinna,
auðvitað byrjaði ég að gráta, og tárin runnu í stríðum straumum
svo ekki var hægt að hugga ,mig, þá tók mamma mig í fangið, og
sagði,, víst skaltu fá pils líka“ ég finn einhver ráð , og ráðið sem
móðir mín fann, var að taka sparisvuntuna frá íslenska bún-
ingnum sínum, og sauma úr henni pils á mig.
Aldrei hef ég eignast flík, sem mér hefur þótt jafn vænt um.
Að ég hef orð á þessu nú, er af því, að ég er hrædd um að við
nútímafólk séum að glata þeim góðu dyggðum, sem nefndust
fórnfýsni og nægjusemi, allir heimta allt fyrir sig, og enginn þykist
hafa nóg, þetta er orðinn vítahringur sem við losnum ekki úr. En
ekki meira um það.
Minningar frá fermingarvori
Það er svo margt sem kemur í hugann, þ^gar maður fer að
skyggnast um í minningalandinu, já svo margt að maður veit
varla hvað helst skal taka.
Einnig er sumt svo ólíkt því sem nú er gerist að hætta er á að
enginn trúi manni. Samt ætla ég að rifja upp nokkur atvik frá
fermingar árinu mínu, sem var 1919.
Víst mun ég hafa beðið þess með tilhlökkun og nokkurri
óþreyju eins og aðrir unglingar að vera fermd, þó minna væri
umstangið og gjafirnar smærri en nú tíðkast, mun eftirvæntingin
hafa verið svipuð.
Fyrsti undirbúningur að þessum merku tímamótum hófst
53