Strandapósturinn - 01.06.1982, Page 56
með því, að móðir mín sagði við mig„ nú ætla ég að fá þér góða
ull, svo áttu sjálf að spinna í og prjóna fermingarsokkana þína“
hún vissi að ég var búinn að læra að spinna úr kembum og líka
að prjóna, nú átti ég að sýna, hvað ég gæti gert best ef ég vandaði
mig vel, því víst áttu fermingarsokkarnir mínir að vera fallegir,
ekki skal ég orðlengja um það frekar, — en sokkana vann ég í
sjálf, og prjónaði með fallegu útprjóni sem þá var í tísku, og fékk
hrós fyrir hvað þeir væru vel unnir, þetta var nú bara byrjunin,
því nú vantaði fermingarkjólinn, og það leystist þannig, að
móðir mín bað kaupmanninn á Hólmavík, sem þá var Jakobína
Thorarenssen að panta fyrir sig fallegt efni í fermingakjól.
Mikill var spenningurinn meðan beðið var eftir efninu, — en
loksins kom það, og þvílík gleði hjá mér, því aldrei hafði ég séð
neitt eins fallegt, þetta var silki blátt á litinn, sem glansaði svo
yndislega að mér fannst. En nú vandaðist málið fyrir alvöru, því
ekki gat hver sem var, saumað þetta dýrindis efni, og sauma-
konur voru ekki á hverju strái í þá daga.
Jú það hafði einhver frétt, að systurnar á Brúará í Bjarnarfirði
væru famar að sauma fína kjóla, en það var nú ekkert auð-
hlaupið, að komast í samband við þær, því enginn sími var þá
kominn í sveitina, — og æðilangt var frá Bæ norður að Brúará,
en ekki dugði að gefast upp, og sjálf var ég send á stað, með efnið
mitt til þeirra systra, að freista þess að fá saumaðan kjólinn úr
því.
Nú legg ég á stað, einn góðvirðisdag, eins og leið liggur yfir
Bæjarháls að Kaldrananesi, þetta var tveggja til þriggja
klukkutíma gangur. Ekki mun ég hafa verið mjög upplitsdjörf,
þegar ég var að biðja Oddvitann Mattías Helgason á Kaldrana-
nesi að flytja mig yfir fjörðinn að Reykjarvík, en hann tók þessari
beiðni minni með sinni alkunnu ljúfmennsku og sagði: ,,Eg held
að hann pabbi þinn eigi það að mér, að ég skjóti þér yfir fjörð-
inn,“ og þar með var sú þrautin leyst.
Húsmóðir í Reykjavík sýndi mér þá velvild, að láta fóstur-
dóttur sína fylgja mér að Brúará, þá var orðið mjög á daginn
liðið, og ég bæði þreytt og feimin við þetta ókunna fólk, sem ég
hafði varla séð áður, samt stundi ég upp erindinu við þær syst-
54
l